Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 154
Tímarit Máls og menningar
hafi gengið, að tvívegis hafi maður verið sendur gagngert með blaðið upp á
Hérað. í hræði sinni lýsir Jón því svo yfir, að raunar hafi það orð lengi
legið á þeim Héraðsbúum, að þeir væru fram úr hófi trassafengnir með póst.
Enn þá má vitna til tveggja bréfa, sem í Skuld birtust og sýna glöggt, hverj-
ar afleiðingar hinar stopulu póstferðir gátu haft. Hið fyrra þessara hréfa hirt-
ist í 10.—11. tbl. 2. árg. og er úr Þingeyjarsýslu. Sá bréfritari lýsir sig ánægð-
an með blaðið í heild, en kvartar sáran undan því, hve seint blaðið berist
þangað norður. Segir hann jafnvel mánuði líða milli þess sem blaðið berist
og hljóti það óhjákvæmilega að valda því, að áhugi manna fyrir því að halda
blaðið dofni.
í 39.—40. tbl. 2. árg. upplýsir svo ritstjórinn, að á árinu 1879 muni kaup-
endum í Skagafirði og Þingeyjarsýslum fækka nokkuð. Ekki stafi þetta þó af
því, að menn séu almennt óánægðir með blaðið sjálft, heldur vegna þess, hve
seint þeim berist það í hendur.
Þess ber þó að gæta hér, að skýringar Jóns á því, hvers vegna menn sögðu
blaðinu upp, eru mjög einhæfar, og ber að taka þeim með gát. Á þessu tíma-
bili talar Norðanfari að vísu mikið um óvinsældir Skuldar, en skýringum
hans ber að taka með jafnmikilli varúð og skýringum Jóns Ólafssonar. Engu
að síður sýna þessi dæmi glöggt, að við allmikla erfiöleika var að etja hvað
viÖkom dreifingu Skuldar. Þessir erfiðleikar sköpuöust fyrst og fremst vegna
þess, hve afskekktur útgáfustaður blaðsins var, og af lélegum samgöngum.
6. Fjárhagur Jóns Ólafssonar og Shuldarprentsmiðju
Þegar fjallaö er um sögu fyrirtækis, skiptir ætíð miklu að gera sér nokkra
grein fyrir fjárhag þess. Hér er þó ekki hægt um vik, þar eð engar beinar
heimildir eru tiltækar um fjárhag Skuldarprentsmiðju. Verður því að styðjast
við ýmsar glefsur, sína úr hverri áttinni, og reyna síðan að raða brotunum
saman.
Þrjú atriÖi munu að jafnaði veigamest um fjárhagslega afkomu fyrirtæk-
is: höfuðstóll, tekjur og gjöld. Ekki er ljóst, hvort Skuldarprentsmiðj a hefur
átt höfuðstól, þegar hún hóf starfsemi sína. Hafi hann einhver verið, er lík-
legast, að þar hafi veriö um að fæða fjármuni Jóns Ólafssonar sjálfs, enda
verður fjárhagur Jóns þegar við upphaf prentsmiðjunnar svo samofinn fjár-
hag útgáfufyrirtækisins, að þar veröur vart á milli greint, enda var rekstur
prentsmiðjunnar og útgáfa Skuldar aðalstarf Jóns á EskifirÖi.
344