Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar manneskjuna á svið og mála í kringum hana leiktjöld, heldur verður að sýna hana og lýsa henni í víxláhrifum hennar og umhverfisins. Því betur sem það tekst og því fleiri þætti þessara víxláhrifa sem hægt er að tengj a frásögninni á listrænan hátt, því meiri möguleika hefur verkið til að verða raunsær skáld- skapur og „sannur“. Lukács segir að það sé ein af grundvallarþörfum manns- ins að lifa sjálfan sig sem heilan og ósundraðan í samfélagslegu umhverfi sem hafi á sér heildarmynd, og að þessi þörf verði knýjandi í kapítalistísku þjóð- félagi þar sem verkaskiptingin, gernýtingin o. fl. hlutar manninn niður í vit- und hans sjálfs og slítur hann úr samfélagslegum tengslum við annað fólk, og þar sem maðurinn er sviptur samfélagsþátttöku og öðlast aldrei neina heild- arsýn yfir framleiðslukerfið og byggingu samfélagsins. Trúarbragðakenn- ingar ýmsar og siðfræði reyna að lappa uppá einstaklinginn og gera hann aftur að heild í heild, en við þetta þjóðskipulag er það aðeins í list og skáldskap sem maðurinn rekst á þá einu raunverulegu „endursameiningu per- sónuleikans“ sem hann þarfnast. En því hlutgerðari og firrtari sem samfé- lagsveruleiki kapítalismans verður, því erfiðara á rithöfundurinn með að draga upp heildarmynd af veruleikanum. Maðurinn er ekki lengur — í sjálfs sín huga — heild í heild, heldur er hann sundraður í sundruðum heimi. Sú heildarmynd viðfangsefnisins sem einkenndi stórvirki vesturlenzkra bók- mennta frá Hómer til Tolstojs, tók að missa mátt á síðari helmingi síðustu aldar. Núorðið má segja að það sé viðburður ef skrifuð eru meiriháttar verk sem hafa að geyma heillegan efnivið í heillegu formi, það sem Lukács segir að sé aðal klassískra bókmennta, og þar með taldar krítískar raunsæisbók- menntir 19. aldar. í áðurnefndu bréfi til Margaret Harkness segist Engels líta á það sem einn mesta sigur raunsœisins að Balzac skyldi í skáldskap sínum neyðast til að vinna gegn pólitískum fordómum sínum og samúð með aðlinum. Sigur raun- sæisins er þriðja grundvallarhugtakið í raunsæiskenningu Lukácsar. Með því á liann við það sama og Engels, þ. e. að mjög heiðarleg og listræn endur- speglun raunveruleikans beri sigur af samfélagslegum, pólitískum og per- sónulegum fordómum höfundarins (og hvaða maður hefur ekki einhverja fordóma?). Mikilhæfur raunsæishöfundur þarf alls ekki að vera framfara- sinnaður eða pólitískt meðvitandi (í marxistískri merkingu). Hann getur jafnvel verið argasta afturhald. Ef liann er hæfileikaríkur, heiðarlegur og hreinskilinn lífsathugari víkja skoðanir hans fyrir raunsönnu eðli veruleik- ans. Dæmi um slíka höfunda eru mýmörg á öldinni sem leið. í rauninni má segja að allar rismiklar bókmenntir þeirrar aldar beri merki um sigur raun- 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.