Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 65
Georg Lukács og hnignun raunsœisins
skilnings hans og þekkingar. Þann samfélagsveruleika sem stundum má segja
að hann spegli sviptir hann sögulegum tíma sínum og gerir hann að eilífum,
yfirskilvitlegum og óbreytanlegum „frumlieimi“. Sá veruleiki, sem í rauninni
er jarðbundinn og á allan grundvöll sinn í sögulegum og samfélagslegum af-
stæðum, yfirgefur jörðina og verður að alheimsástandi sem ekki á sér neina
trúverðuga samsvörun annarsstaðar en í huga höfundarins. Innsæisskáldskap-
urinn keppir fremur að tæmingu samfélagsveruleikans en fyllingu hans.
Það skiptir ekki verulegu máli hvort hægt er að sýna frammá bein áhrifa-
tengsl milli innsæisskáldskapar og yfirbreiðslutilhneiginga borgaralegrar hug-
myndafræði. En augljóst er að allur skáldskapur sem flýr samfélagsveruleik-
ann þjónar borgarastéttinni á þann hátt sem hún getur bezt á kosið. Hann
leynir ekki aðeins öllum andstæðum kapítalismans með því að fjalla ekki um
þær, nema þá sem tímalausar og sértækar (abstraktar), heldur er sá veru-
leiki sem hann sýnir eilífur og óbreytanlegur. Með þessu er ekki sagt að allir
innsæishöfundar séu meðvitandi yfirbreiðslubásúnur sem líti á það sem hlut-
verk sitt að reka erindi borgarastéttarinnar. Allir meiriháttar höfundar þessa
skáldskapar eru þvertámóti — meðvitað eða ómeðvitað — í andstöðu við
borgarastéttina, en andstaða þeirra lýsir sér oftast ekki í öðru en því að þeir
snúa baki við þeim samfélagsveruleika sem borgarastéttin hefur átt mestan
þátt í að skapa. Andstaða þeirra er fullkomlega þolandaleg og máttlaus. Ef hún
beinist gegn einhverju er það gegn þeim sjálfum. Þeir flýja inní ábyrgðar-
leysið á svipaðan hátt og maður sem hleypur heim til sín þegar hann sér ódæð-
isverk framið á götunni.
Margbreytileika þess skáldskapar sem hér hefur verið kenndur við hug-
lægni og innsæi má sjá af því, að þegar fram kemur á þessa öld er farið að
flokka hann niður í expressionisma, dadaisma, súrrealisma, listræna eða
skáldlega sálrænu (Psychologismus) o. fl. Það eru þessar „stefnur“ ásamt
leifum natúralismans og afkvæmum hans sem Lukács á við þegar hann talar
um módernisma eða „Avantgardeismus“. Nákvæma skilgreiningu á módern-
ismanum hefur hann aldrei látið frá sér fara. Notkun hans á hugtakinu er held-
ur ekki alltaf sérlega gætilegt. Stundum virðist það merkja allan nútímaskáld-
skap sem honum fellur ekki í geð. Ósjaldan hnýtir hann það við úrkynjun
borgarastéttarinnar. Það bætir heldur ekki úr skák að Lukács virðist, einsog
svo margir mikilhæfir bókmenntakönnuðir og gagnrýnendur, eiga ákaflega
erfitt með að skrifa neikvætt. Hann velur sér þau verkefni til rannsókna sem
heilla hann mest og dregur fyrst af öllu fram jákvæðar hliðar þeirra. Það er
því skelfing lítið sem eftir hann liggur um módernismann og ekkert einstakt
255