Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 73
Georg Luhács og hnignun raunsœisins
Það er erfitt að neita því að Lukács sé íhaldssamur að vissu leyti. Það er
stundum engu líkara en hann hafi ímugust á öllu nýju. Þetta á ekki aðeins
við um bókmenntir; það verður til dæmis ekki séð að hann hafi fundið
mikið púður í Gramsci og Mao, hvaðþá annarri minniháttar búbót sem
marxismanum hefur hlotnazt eftir daga Leníns. Brecht og Majakovskí geta
þjónað sem dæmi um bókmenntalega íhaldssemi hans. En þessi íhaldssemi
er samt aldrei tilfinningaleg eingöngu, hann ræðst ekki gegn neinu af því
honum bara finnist að það eigi ekki að vera einsog það er, heldur byggist
hún á sterkum rökum, mikilli þekkingu og — ekki sízt — pólitískri og sögu-
legri vitund sem er því miður nokkuð sjaldgæf hjá núlifandi marxistum. Hér
erum við komin að atriði sem flestum sést yfir. Undir öllu sem Lukács
skrifar hvílir sú bjargfasta trú — sem hann bindur þó aldrei í orð — að
mannkynið sé ennþá á bernskuskeiði og hafi möguleika til að ná miklu
lengra. Þekking hans og víðsýni hjálpa honum til að hefja sig uppyfir „stund
og stað“ og líta á þróunina úr mikilli fjarlægð, og sjá: sú menningarlega
úrkynjun sem fylgt hefur í kjölfar kapítalismans er aðeins örlítið frávik eða
bernskubrek sem tekur enda um leið og kapítalismanum verður steypt, hvort
sem það verður á þessari öld, þeirri næstu eða þarnæstu, og sjá: módern-
isminn er ekki annað en smávægi sem brosað verður að einsog ótímabæru
kendiríi þegar mannkynið nálgast fermingaraldurinn eftir 10—-15 þúsund ár.
Það er engin ástæða til að örvænta. En það er full ástæða til að reyna að
varðveita það merkilegasta úr menningararfinum, þarámeðal bókmenntalegt
raunsæi, og sjá til að það fari ekki forgörðum þessar stundir sem kapítal-
isminn á eftir ótaldar.
Þennan söguskilning, sem ég hef ekki rekizt á jafndjúpstæðan hjá öðr-
um en Marx, eiga margir erfitt með að skilja, ekki aðeins skammsýnir
borgarar, heldur líka allir þessir gervimarxistar og hálfsósíalistar sem
eru orðnir svo óþolinmóðir að bíða eftir byltingunni, að þeir sætta sig við
kapítalismann sem ósigrandi og óumflýj anlegan og hreiðra um sig í kjöltu
hans. En söguskilningur Lukácsar er höfuðstyrkur hans. Og það er rétt að
hafa hann í huga þegar talað er um íhaldssemi hans. Því hún stafar að
nokkru leyti — semsé ekki öllu — af framsýni hans og þekkingu á fortíðinni.
Það er ekki óalgengt að sjá menn skrifa einsog þeir héldu að ekkert hefði
verið skrifað á undan þeim: þetta er það allra fyrsta, eða: nú hefjast fyrst
einhverjar bókmenntir af viti og alvöru. Þetta stafar að nokkru af áhrifum
markaðsins á bókmenntir, það þarf að framleiða eitthvað alveg nýtt, splunku-
nýtt og nýjasta nýtt, ekki síður í skáldskap en tízkufatnaði. En mest stafar
263