Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 21
Georg Lukács og hnignun raunsœisins Þýzk heimspeki var enginn sérlegur aldingarður í byrjun þessarar ald- ar. Pósitívisminn náði aldrei að festa rætur á sama hátt og í Frakklandi og Bandaríkjunum, empírískar hefðir englendinga ekki heldur, og díalektísk efnishyggja hafði þróazt uppí yfirborðsefnishyggju sem ekki átti sér langt líf fyrir höndum. Það var hughyggja Kants og Hegels, oft nokkuð útvötnuð, sem mestan svip setti á akademískar heimspekiumræður þessara ára. En einsog allsstaðar þar sem kapítalisminn var að komast á sitt heimsvaldastig grasseraði einnig rökfælnin, pragmatisminn og heimspeki innsæisins. Lukács fór enganveginn varhluta af þessu ástandi. Hann hafði lesið Kommúnistaávarpið strax í menntaskóla, og síðar Upp- runa f j ölskyldunnar og fyrsta bindi Auðmagnsins. Hann segir sjálfur (1933): „Þessi lestur sannfærði mig strax um réttmæti nokkurra höfuðatriða marx- ismans. Það var fyrst og fremst gildisaukakenningin og skilningurinn á sög- unni sem sögu stéttabaráttu og kenningin um stéttaskiptingu þjóðfélagsins sem hafði áhrif á mig.“ En þessi lestur hafði engin úrslitaáhrif á þróun hans — ekki á þessu stigi, til þess var hughyggjan sem umlék hann á allar hliðar of sterk. En hann hafði þó þau áhrif, að jafnvel í þeim æskuverkum hans þar sem mest ber á rökfælni og dulrænu, þar má á stöku stað sjá glitta í marx- ískan skilning. En þessi skilningur verður samt ekki — ekki einusinni þegar bezt lætur — annað en örlítil ljósglæta undir öllu fargi hughyggjunnar. Lukács átti langt eftir í eitthvert land. Einkum gekk honum erfiðlega, einsog mörgum á þessum árum, að koma auga á sambandið milli hagfræði og félagsfræði. Hér hjálpaðist allt að. Þekkingarkenning nýkantíanismans stóð honum lengi fyrir þrifum. Samkvæmt henni er raunveruleikinn einungis „hugarburður“ (kenningin um „Immanenz des Bewusstseins“). Heinrich Rickert, sem Lukács hafði numið hjá í Heidelherg, skipti öllum vísindum í náttúruvísindi, sem leitast við að finna almenn lögmál, og menningarvísindi sem leitast við að lýsa því sem aðeins gerist einu sinni. Þessi skipting hindr- aði Lukács frá að koma auga á þróunarlögmál í sögunni. En síðast og ekki sízt stóð Lukács Weber og Simmel of nærri til að hann gæti fengið djúp- stæða heildarmynd af þjóðfélaginu. Simmel kannaði — oft á bráðsnjallan hátt — félagsleg fyrirbæri einsog þau væru í engum tengslum við efnahags- lega grundvallarbyggingu samfélagsins. Um Weber má oft segja það sama; þó reyndi hann í trúarbragðafélagsfræði sinni að sýna frammá sambandið milli hagskipulags og menningar, en á þann hátt sem aldrei komst að kjarna málsins. Það er þó enginn vafi á að Weber og Simmel hafa haft jákvæð áhrif 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.