Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 29
Georg Lukács og hnignun raunsœisins
Þjóðverja. Engin ástæða er þó til að ætla að það hafi verið honum óljúft:
Balzac og Goethe þóttu honum verðugri rannsóknarefni en Proust og Maja-
kofskí, Hegel og Marx meiri jöfrar í andanum en Husserl, Weber og Stalín.
En vafalítið hefur þessi niðursökkvun í bókmenntir 19. aldar haft áhrif á
viðhorf hans til nútímabókmennta almennt.
Til að berjast gegn sósíal-realismanum — eða kannski til að veita honum
grundvöll og merkingu — var nauðsynlegt að kanna rækilega borgaralegt
raunsæi. Lukács skrifar um Goethe, Schiller, Hölderlin, Kleist, Heine, Keller,
Raahe, Balzac, Stendhal, Scott, Dickens, Tolstoj og Dostoéfskí. Næstum eini
nútímahöfundurinn sem hann virðir viðlits er Thomas Mann. Til að berjast
gegn kröfum flokksins um skilyrðislausa undirgefni bókmennta og lista undir
dægurbaráttuna var nauðsynlegt að reyna að koma fótunum undir marxist-
íska estetík. Lukács skrifar um estetík Schillers, Feuerbachs, Vischers, Marx,
Engels og Mehrings. Til að berjast gegn þeirri áherzlu sem þjóðrembingur
stalínismans lagði á mikilvægi 19. aldar-gagnrýninnar rússnesku (Herzen,
Belinskí, Tsérniséfskí o. fl.) fyrir marxismann, þá var nauðsynlegt að benda
á og skrifa um það sem Marx og Engels álitu sjálfir að mest hefði mótað
skoðanir þeirra: ensku þjóðhagfræðina, klassísku þýzku heimspekina og
sósíalísku útópistana frönsku; einnig var nauðsynlegt í þessu sambandi að
sýna frammá tengsl þeirra við skáldskap Goethes, Heines, Balzacs o. fl. Til
að berjast gegn þeirri afdrifaríku meðferð sem díalektísk efnishyggja varð
fyrir, þá var nauðsynlegt að skrifa um Hegel. Lenín hafði á sínum tíma
hvatt menn til að lesa Hegel til að skerpa skilning sinn á díalektíkinni. En
varla var Lenín kominn í grafhýsið þegar heyra tókust raddir um hversu
stórhættulegur Hegel væri; því til sönnunar var m. a. bent á „Geschichte und
Klassenhewsstsein“! Þetta ágerðist og 1944 var Hegel lýstur óalandi og ó-
ferjandi. Bók Lukácsar, „Der junge Hegel“, sem hann lauk við 1938, komst
því ekki á prent fyrren eftir stríð, þá í Vín og Ziirich. Mér vitanlega hefur
þessi bók ekki ennþá verið gefin út í Sovétríkjunum, er hún þó af flestum tal-
in með því merkilegasta sem skrifað hefur verið um Hegel fyrr og síðar. Til
að berjast gegn því þjóðverjahatri sem stundum sameinaðist andúðinni á
nazismanum og tekið gat á sig einingarform þjóðrembings og kynþáttaof-
stækis (m. a. hjá Erenbúrg), þá var nauðsynlegt að draga fram í dagsljósið
það stórbrotna í þýzkum menningararfi og sýna frammá mikilvægi þess fyrir
marxismann og vestræna menningu almennt. En yfir, undir og inní öllu því
sem Lukács skrifar á þessum árum hvílir þó óttinn, andúðin og mótspyrna
hans gegn fasismanum. Það má því segja að Lukács hafi barizt á mörgum
219