Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 29
Georg Lukács og hnignun raunsœisins Þjóðverja. Engin ástæða er þó til að ætla að það hafi verið honum óljúft: Balzac og Goethe þóttu honum verðugri rannsóknarefni en Proust og Maja- kofskí, Hegel og Marx meiri jöfrar í andanum en Husserl, Weber og Stalín. En vafalítið hefur þessi niðursökkvun í bókmenntir 19. aldar haft áhrif á viðhorf hans til nútímabókmennta almennt. Til að berjast gegn sósíal-realismanum — eða kannski til að veita honum grundvöll og merkingu — var nauðsynlegt að kanna rækilega borgaralegt raunsæi. Lukács skrifar um Goethe, Schiller, Hölderlin, Kleist, Heine, Keller, Raahe, Balzac, Stendhal, Scott, Dickens, Tolstoj og Dostoéfskí. Næstum eini nútímahöfundurinn sem hann virðir viðlits er Thomas Mann. Til að berjast gegn kröfum flokksins um skilyrðislausa undirgefni bókmennta og lista undir dægurbaráttuna var nauðsynlegt að reyna að koma fótunum undir marxist- íska estetík. Lukács skrifar um estetík Schillers, Feuerbachs, Vischers, Marx, Engels og Mehrings. Til að berjast gegn þeirri áherzlu sem þjóðrembingur stalínismans lagði á mikilvægi 19. aldar-gagnrýninnar rússnesku (Herzen, Belinskí, Tsérniséfskí o. fl.) fyrir marxismann, þá var nauðsynlegt að benda á og skrifa um það sem Marx og Engels álitu sjálfir að mest hefði mótað skoðanir þeirra: ensku þjóðhagfræðina, klassísku þýzku heimspekina og sósíalísku útópistana frönsku; einnig var nauðsynlegt í þessu sambandi að sýna frammá tengsl þeirra við skáldskap Goethes, Heines, Balzacs o. fl. Til að berjast gegn þeirri afdrifaríku meðferð sem díalektísk efnishyggja varð fyrir, þá var nauðsynlegt að skrifa um Hegel. Lenín hafði á sínum tíma hvatt menn til að lesa Hegel til að skerpa skilning sinn á díalektíkinni. En varla var Lenín kominn í grafhýsið þegar heyra tókust raddir um hversu stórhættulegur Hegel væri; því til sönnunar var m. a. bent á „Geschichte und Klassenhewsstsein“! Þetta ágerðist og 1944 var Hegel lýstur óalandi og ó- ferjandi. Bók Lukácsar, „Der junge Hegel“, sem hann lauk við 1938, komst því ekki á prent fyrren eftir stríð, þá í Vín og Ziirich. Mér vitanlega hefur þessi bók ekki ennþá verið gefin út í Sovétríkjunum, er hún þó af flestum tal- in með því merkilegasta sem skrifað hefur verið um Hegel fyrr og síðar. Til að berjast gegn því þjóðverjahatri sem stundum sameinaðist andúðinni á nazismanum og tekið gat á sig einingarform þjóðrembings og kynþáttaof- stækis (m. a. hjá Erenbúrg), þá var nauðsynlegt að draga fram í dagsljósið það stórbrotna í þýzkum menningararfi og sýna frammá mikilvægi þess fyrir marxismann og vestræna menningu almennt. En yfir, undir og inní öllu því sem Lukács skrifar á þessum árum hvílir þó óttinn, andúðin og mótspyrna hans gegn fasismanum. Það má því segja að Lukács hafi barizt á mörgum 219
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.