Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 143
Vpphaf prentlistar á Austurlandi vér þó fyrst leggja áherzluna á þaS, að vér gjörum sjálfir allt það oss til framfara, sem vér höfum ráðrúm til innan stjórnarskrárinnar vébanda; og þegar vér eftir nokkurra ára alvarlega og samvizkusama reynslu viljum reyna að fá henni í sumum breytt, þá ætlum vér að ekkert muni í þeim efnum jafn öflug stoð fyrir oss, til að fá slíkum breytingum framgengt, eins og það, að hafa sýnt þessi árin, að vér höfum kunnað að fara með og nota sem fyllst það frjálsræði í stjórn, sem hún gefr oss. — I engan máta viljum vér því verða til að vekja upp heimskulegan þjóðríg, eða óvild og æsingar innanlands, en heldr stuðla af mætti að góðu samkomulagi og bróðrlegri samvinnu allra flokka og stétta til framfara fóstrjörð vorri. Það vita allir, að forfeðr vorir trúðu því, að gyðja sú eða norn, er Skuld hét, væri örlagadís ins ókomna tíma. Vér höfum örugga trú á því, að fóstrjörð vor eigi enn mikla og fagra framtíð; og vér álítum þá þarfasta í nútíðinni, sem lifa og starfa með framtíðina fyrir augum sér og vinna henni. Vér höfum einlæga ósk til þess, að leggja vort fram, til að vinna að framtíð fóstrjarðar vorrar; og auðnist oss gifta, vit og stilling til, að halda þessu takmarki jafnan fyrir augum í blaði voru, þá efumst vér eigi um, að einnig það eigi jramtíð fyrir höndum, og oss finnst með sjálfum oss að vér eigum þar með sjáljir framtíð fyrir höndum; þess vegna dirfumst vér að lyfta merki jramtíðar-gyðjunnar og nefna blað vort „SKULD“. Jón Olafsson, prentsmiðjueigandi á Eskifirði í Suðr-Múlasýslu.“ Þetta bréf talar sínu máli um þær hugmyndir, sem Jón Ólafsson gerði sér um hið nýja blað, og er óþarft að bæta þar nokkru við. Einkar athyglisvert er þó, hve fögur orð hann viðhefur um að gæta nú stillingar í stjórnmála- baráttunni. Einnig vekur það athygli mína, að Jón telur sig hiklaust eiganda prentsmiðjunnar, þótt hann hafi tæplega getað lagt nokkuð af mörkum til kaupanna sjálfur. Þann 8. maí 1877 hóf hið nýja blað Skuld göngu sína á Eskifirði. Hefst það á þessum orðum: „Skuld stærsta blað á íslandi“. Lýsa þessi upphafsorð ef til vill betur en nokkuð annað þeim stórhug og bjartsýni, sem ætíð ein- kenndi Jón Ólafsson. Þessu næst gerir ritstjórinn í smádálki á fyrstu síðu grein fyrir hugmyndum sínum varðandi útgáfu blaðsins, og er það í sam- ræmi við það, sem þegar hefur verið rakið í boðsbréfinu. Síðan segir, „Frá þessum tíma til nýárs 1878 eiga að koma út 20 Nr. og svo nýársgjöfin, og kostar þetta 2 kr.“ Að þessum upplýsingum gefnum kemur ávarp ritstjórans til lesendanna, og er það allt í senn, forystugrein, kveðja hans og stefnuyfirlýsing. í upphafi þessa ávarps segir ritstj órinn, að ef til vill muni sumum finnast svo sem hann ætti að biðjast afsökunar á því að bera svo í bakkafullan lækinn að hefja útgáfu hins fimmta blaðs á íslandi, einkum þó þar sem honum hafi áður 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.