Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar hafi tekizt það að neinu ráði. Hætt er við að sá sem les Thomas Mann spjald- anna á milli verði ekki margs vísari um firringuna og sitt eigið ástand. En hann þarf ekki að lesa nema eina blaðsíðu eftir Kafka til að fá sterka hug- mynd um fyrirbærið, og það sem meira er: möguleika til skírslu, möguleika til að lifa sitt eigið ástand og sjá það í skýrara ljósi á eftir, möguleika til að „lifa eitthvað nýtt sem víkkar og dýpkar mynd hans af honum sjálfum og þeim heimi sem hann — í víðustu merkingu orðsins — hrærist í“. Þó Kafka sé að mínu viti bókmenntasöguleg undantekning og lítið á listrænum aðferðum hans að byggja, þá stend ég samt í meiri þekkingar- og skilnings- skuld við hann en marga þá höfunda sem Lukács mundi segja að væru raun- særri. Það eru vitaskuld ýkjur, en þær eru ekki fráleitar, að það sem vanti hjá Marx sé að finna hjá Kafka, og það sem vanti hjá Kafka sé að finna hjá Marx. Þegar til sálrænna og tilfinningalegra afleiðinga kapítalismans kem- ur eru óneitanlega ýmsir mikilhæfir módernistar raunsærri en allir raunsæis- höfundar til samans. Það þarf ekki að benda til að þeir séu hæfileika- og skilningsmeiri, heldur að aðferð þeirra síðarnefndu sé takmörkuð og ófull- nægjandi. Lukács ber hér að nokkru höfðinu í steininn með því að halda því fram að angistina, einmanakenndina og viðbjóðinn sé hægt að endur- spegla jafnvel — ef ekki betur — með því að halda sig við aðferð þeirra gömlu góðu. Meðan þess finnast engin dæmi verður þessi fullyrðing ekki tekin sérlega hátíðlega. Og það er athyglisvert að Lukács skuli aldrei nefna skírsluna á nafn þegar þessi mál ber á góma, þó hann geri sér annars dælt við hana í estetík sinni. Með þessu er ekki sagt að öll gagnrýni Lukácsar á módernismann sé útí hött. En hún er ekki alltaf sérstaklega frjó. Þó Lukács sé díalektískari en flestir aðrir hættir honum samt einstaka sinnum til að falla í áreynsludíalektík, að finna ósættanlegar andstæður þar sem ekki er um slíkar að ræða. Þetta kemur ekki sízt fram þegar hann stillir raunsæinu upp gegn módernismanum: „Kafka eða Thomas Mann? Listrænt áhugaverð úrkynjun eða lífssannar krítískar raunsæisbókmenntir?“ Þetta er díalektík sem þjónar ekki öðrum tilgangi en öfugum, semsé þeim að koma í veg fyrir réttan skilning á kjarna málsins. Módernisminn er vissu- lega uppgjöf, flótti o. s. frv., en hann hefur oft að geyma vissa þætti af raun- sæi sem sjálft „raunsæið“ hefur ekki, og hann á til margbreytilega stíltækni sem getur komið raunsæjum, krítískum og sósíalískum höfundum að gagni. Og þó hann sé að meira eða minna leyti afleiðing af úrkynjun borgarastétt- arinnar, þá hefur hann samt vissulega talsvert gildi á meðan hann speglar þessa úrkynjun betur en mestur hluti raunsærra hókmennta. 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.