Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 148
Tímarit Máls og menningaT
gift blaðsins og líkir því við nýborinn kálf. Því næst tekur hann að ræða
efni Skuldar. Telur greinarhöfundur, að Skuld flytji of mikið af lélegu og
léttvægu efni í hlutfalli við það, sem gott sé í blaðinu. Síðan koma ýmsar
persónulegar aðfinnslur í garð Jóns Olafssonar. Greininni lýkur með þessum
orðum: „. .. jeg vil aðeins lýsa því, að mér þykir illt ef það fyrirtæki að
stoína prentsmiðju á Austurlandi og halda þar út blaði, sem í sjálfu sér var
loflegt og gott fyrirtæki skyldi mistakast af því það komst í höndurnar á
manni, sem hefir sýnt sig og sýnir sig enn miður hæfan til slíks starfa, „betra
er autt rúm en illa skipað“.“
Þessi höfundur nafngreinir sig ekki, en hér er augljóslega á ferðinni maður,
sem fremur er persónulega óvinveittur Jóni Ólafssyni en blaðinu Skuld. Því
miður er mikið um slíkar greinar í Norðanfara, og næstum allt það, sem í
blaðinu birtist og er á einhvern hátt viðkomandi Skuld, er meira eða minna
persónulegar árásir á Jón sjálfan. Er því Norðanfari lítt til marks um gildi
Skuldar. Einkum er mikið af slíkum greinum á árinu 1878, og getur það
vel komið heim við það, sem Jón Ólafsson segir í áramótapistli sínum um
áramótin 1877—78, en þar ræðir hann um hag blaðsins við áraskiptin og
þær viðtökur, sem það hafi fengið. Kveður ritstjórinn það einkar ánægjulegt,
hve vel Austfirðingar hafi tekið blaðinu, en gleðst þó sérstaklega yfir því,
hve miklu viljugri þeir séu orðnir að senda blaðinu ýmsar greinar, sem þeir
hafi áður sent blöðum í öðrum landsfjórðungum einkum Norðanfara. Var
því vart að furða, þótt ritstjóri Norðanfara risi upp til varnar, er hann
missti svo spóna úr aski sínum. í vanmætti sínum greip hann svo til þess
varnarmeðals, sem löngum hefur reynzt nærtækt og notadrjúgt, — persónu-
legra svívirðinga.
Skylt er þó að geta þess, að slíkar greinar birtust einnig í sunnanblöðunum,
en bæði voru þær mun færri og sömuleiðis yfirleitt mun hógværari.
En hvaða aðstöðu hafði þá Skuld til þess að halda lífi í útkj álkaþorpi og
veita jafnframt öðrum blöðum í landinu samkeppni? Svo sem áður hefur
verið greint, gögnuðust blöðin bezt næsta nágrenni sínu. Sömuleiðis hefur
það verið rakið hér að framan, að miklar hræringar voru í lífi fólks á Aust-
urlandi á þessu tímabili, og var því tíminn til þess að hefja þar útgáfu blaðs
mjög heppilegur. Vafalaust liafa Austfirðingar einnig lagt metnað sinn í að
styðja þetta nýja fyrirtæki, enda höfðaði Jón Ólafsson óspart til þess alla
tíð, að Skuld væri austfirzk. Þá ber og að hafa í huga, að með hinum föstu
gufuskipaferðum, sem voru á milli íslands og Noregs á sumrum og áður
338