Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 59
Georg Lukács og hnignun raunsœisins
hans. Þetta merkir ekki að Balzac hafi tekið skoðanir sínar óhátíðlega. Hann
var aðeins of skarpskyggn, og of heiðarlegur sem listamaður, til að geta end-
urspeglað annan veruleika en þann sem í rauninni umlék liann. Sú stétt sem
hann hafði samúð með fær á sig neikvæða mynd. Sú stétt sem hann hafði and-
úð á fær annaðhvort á sig jákvæða mynd eða mynd þess eina lífvænlega.
Raunsæið sigrar. Og enginn ber heitið höfundur heildarinnar með meiri rentu
en einmitt Balzac. Sérhvert verk hans er ekki aðeins frásögn um heilar mann-
eskjur í heilu umhverfi, heldur keppir hann að því að „innbyrða“ sem flesta
samfélagsþætti í heildarverk sitt, „Mannlega gleðileikinn11. Ekkert er honum
óviðkomandi. En þessi breidd viðfangsefnisins felur samt ekki í sér nákvæma
eftirlíkingu yfirborðsveruleikans. Balzac tekur flestum höfundum fram í um-
hverfislýsingum, en þær verða aldrei að markmiði í sjálfu sér, þær öðlast
aldrei sjálfstætt líf, heldur verða þær óaðskiljanlegur hluti allrar frásagnar-
innar. Hann lýsir ekki húsi hússins vegna, heldur til að bregða ljósi á per-
sónurnar sem í því búa. Og hann lýsir ekki útliti persónanna nema það skipti
atburðarásina einhverju máli. Hjá Balzac byggist heildarmynd viðfangsefn-
isins á sköpun þess týpíska. Hann leitar allsstaðar þess einstaklingshundna og
þess samfélagslega almenna, sameinar það og upphefur á svið þess týpíska.
Skáldskapur hans er þessvegna ekki sannur í þeirri merkingu að hann endur-
spegli veruleikann nákvæmlega einsog hann er, á svipaðan hátt og ljósmynd.
Balzac fæst við það týpíska sanna. Hann reynir aldrei að skapa áþreifanlega
heild með því að lýsa nákvæmlega ytra borði ótal smáatriða, heldur með því
að draga fram í dagsljósið mikilvæg áhrifatengsl sem hvíla undir yfirborði
allra hluta. Hann tekur ekki uppúr þurru að lýsa hatti á hillu í þeim tilgangi
einkum að töfra fram nákvæma mynd hans. Ef hann nefnir hann einu orði,
þá er það til að benda á sambandið á milli hans og einhvers annars.
Svo ég haldi áfram að taka dæmi frá Frakklandi, þá hefst hnignun kritíska
raunsæisins þar strax í byrjun seinnihluta aldarinnar, eða með Flaubert. Hjá
þessum sérstæða hæfileikahöfundi gætir tilhneigingar til að lýsa yfirborði
hluta án þess að lýsingin þj óni ákveðnu hlutverki í heildarfrásögninni. Heild-
in tekur að gliðna, og hlutirnir fá aukið rúm á kostnað persónanna. Viðhorf
Flauberts til skáldskaparins eru líka önnur en Balzacs og fleiri krítískra raun-
sæishöfunda. Hjá honum kemur fram andúðin á tendensinum, listin á að vera
vísindaleg, hlutlaus og ópersónuleg. En þetta sýndarhlutleysi á þó fyrst og
fremst rætur að rekja til haturs hans og fyrirlitningar á þjóðfélaginu, öllum
öflum þess, jafnt afturhaldinu sem verkalýðnum. „Sá hræðilegi viðbjóður,
sem samtímamenn mínir vekja í brjósti mér, hrekur mig afturí fortíð-
249