Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 59
Georg Lukács og hnignun raunsœisins hans. Þetta merkir ekki að Balzac hafi tekið skoðanir sínar óhátíðlega. Hann var aðeins of skarpskyggn, og of heiðarlegur sem listamaður, til að geta end- urspeglað annan veruleika en þann sem í rauninni umlék liann. Sú stétt sem hann hafði samúð með fær á sig neikvæða mynd. Sú stétt sem hann hafði and- úð á fær annaðhvort á sig jákvæða mynd eða mynd þess eina lífvænlega. Raunsæið sigrar. Og enginn ber heitið höfundur heildarinnar með meiri rentu en einmitt Balzac. Sérhvert verk hans er ekki aðeins frásögn um heilar mann- eskjur í heilu umhverfi, heldur keppir hann að því að „innbyrða“ sem flesta samfélagsþætti í heildarverk sitt, „Mannlega gleðileikinn11. Ekkert er honum óviðkomandi. En þessi breidd viðfangsefnisins felur samt ekki í sér nákvæma eftirlíkingu yfirborðsveruleikans. Balzac tekur flestum höfundum fram í um- hverfislýsingum, en þær verða aldrei að markmiði í sjálfu sér, þær öðlast aldrei sjálfstætt líf, heldur verða þær óaðskiljanlegur hluti allrar frásagnar- innar. Hann lýsir ekki húsi hússins vegna, heldur til að bregða ljósi á per- sónurnar sem í því búa. Og hann lýsir ekki útliti persónanna nema það skipti atburðarásina einhverju máli. Hjá Balzac byggist heildarmynd viðfangsefn- isins á sköpun þess týpíska. Hann leitar allsstaðar þess einstaklingshundna og þess samfélagslega almenna, sameinar það og upphefur á svið þess týpíska. Skáldskapur hans er þessvegna ekki sannur í þeirri merkingu að hann endur- spegli veruleikann nákvæmlega einsog hann er, á svipaðan hátt og ljósmynd. Balzac fæst við það týpíska sanna. Hann reynir aldrei að skapa áþreifanlega heild með því að lýsa nákvæmlega ytra borði ótal smáatriða, heldur með því að draga fram í dagsljósið mikilvæg áhrifatengsl sem hvíla undir yfirborði allra hluta. Hann tekur ekki uppúr þurru að lýsa hatti á hillu í þeim tilgangi einkum að töfra fram nákvæma mynd hans. Ef hann nefnir hann einu orði, þá er það til að benda á sambandið á milli hans og einhvers annars. Svo ég haldi áfram að taka dæmi frá Frakklandi, þá hefst hnignun kritíska raunsæisins þar strax í byrjun seinnihluta aldarinnar, eða með Flaubert. Hjá þessum sérstæða hæfileikahöfundi gætir tilhneigingar til að lýsa yfirborði hluta án þess að lýsingin þj óni ákveðnu hlutverki í heildarfrásögninni. Heild- in tekur að gliðna, og hlutirnir fá aukið rúm á kostnað persónanna. Viðhorf Flauberts til skáldskaparins eru líka önnur en Balzacs og fleiri krítískra raun- sæishöfunda. Hjá honum kemur fram andúðin á tendensinum, listin á að vera vísindaleg, hlutlaus og ópersónuleg. En þetta sýndarhlutleysi á þó fyrst og fremst rætur að rekja til haturs hans og fyrirlitningar á þjóðfélaginu, öllum öflum þess, jafnt afturhaldinu sem verkalýðnum. „Sá hræðilegi viðbjóður, sem samtímamenn mínir vekja í brjósti mér, hrekur mig afturí fortíð- 249
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.