Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 11
Opið bréf til Kristins Andréssonar og ófullkomleika mannanna. Þá var Krishnamurti, að mínu viti, frumlegasti hugsuöur aldarinnar og er svo máski enn, og sagnir voru á kreiki um það, að hann væri Kristur endurborinn, auðvitað Kristur vélaaldar, en hinn Kristur frumstæðra tíma og hjátrúar. Ég náði heim til hans, þar sem hann bjó í litlum kofa úti á völlunum, í svipuðum jakkafötum og ég var í á fermingardaginn minn. Þetta var yndis- legasti maður, sem ég hafði nokkurntíma séð, ólíkur öllum öðrum. Ég spurði hann nokkurra spurninga. Þar á meðal spurði ég, hvort sósíalis- tískt þjóðskipulag lyfti mönnum ekki til andlegs þroska. Því neitaði Krishna- murti afdráttarlaust. Þessa spurningu þvældi ég í ýmsum tilbrigðum. En meistarinn sat óbifanlegur við sinn keip. Ég þóttist finna, að þessar neitanir ættu ekkert skylt við varnir fyrir auðvaldsþj óðskipulagi. Þær virtust vera staðfesting á því, sem hann hafði margsinnis sagt í ræðum og ritum. Kjarn- inn í kenningum hans var hinn sami og segir í Hávamálum: „Sjálfur leið þú sjálfan þig.“ Engin trú á Guð, engar kennisetningar, engin kerfi, engar reglur, engin sannfæring um líf eftir dauðann, engin kirkja, engar bæna- gerðir hjálpa þér til hærri þroska. Sjálfur leið þú sjálfan þig. í þessu var ég meistaranum sammála. Ég hafði þó ekki búizt við, að hann kvæði svona afdráttarlaust að orði um gildisleysi sósíalismans í hjálp til fullkomnara lífs. En þegar ég fór að íhuga svör hans nánar eftir á, fann ég að þau voru ein- mitt sama kenningin og hann hafði ævinlega boðað: Sjálfur leið þú sjálfan þig- Ég vék af fundi meistarans í litla kofanum á völlunum í Ommen jafnugg- andi við ófullkomleika mannanna og ég hafði áður verið, þegar Sigurður minn Jónasson henti uppáhaldshókinni minni í gólfið fyrir framan nefið á mér, af því að þar var gert ráð fyrir ófullkomleika mannanna sem áður segir. Svo liðu tímarnir, og mannkynið hafði brotizt gegnum eitt mesta mann- haturs og manndráps-tímabil allra alda. Nokkru eftir lok þeirra skelfinga, haustið 1950, gerði ég reisu á eins konar alþjóðlegt friðarþing sósíalista í Varsjá, ásamt mínum snakkbróður, Jónasi rithöfundi Árnasyni. Ég hlakkaði til þeirrar samkundu. Ég var allt af að segja við sjálfan mig: Nú hlýtur mann- kynið að hafa lært eitthvað. Og mikið dáðist ég að tæknileikni mannanna, að við skyldum liitta flugvöllinn í Prestvík eftir flug hátt uppi í loftunum í lotulausu svartamyrkri, stormi og regni, alla leið frá Reykjavík. Hvernig , fóru þeir að þessu? Samt sem áður voru alltaf að flækjast fyrir mér, mér til mikils ama, þessi spakmæli Þorsteins Erlingssonar: „Því þekking má hjá 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.