Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar
ingarlegu afsiðun sem bjó í haginn fyrir nazismann. Þessi sektartilfinning
setur ekki einungis mark sitt á skoðanir Lukácsar í þýzkri heimspeki frá Kant
og frammúr, heldur mótar hún mjög alla bókmenntakönnun hans. Og þarsem
nazisminn, svo lengi sem hann var ósigraður, táknaði stórsköðun og úrkynj-
un evrópskrar menningar, þá sá Lukács í Sovétríkj unum — þrátt fyrir allt —
einu vonina um varðveizlu þess sanna og lífvænlega í þessari menningu. Með
þetta sífellt í huga varð stalínisminn í víðu tímalegu samhengi að sögulegu
aukalagi sem hlyti að taka enda um leið og aðstæðurnar breyttust. Það hjálp-
aði honum líka að sætta sig við ástandið að hann var enganveginn blindur
fyrir þeim jákvæðu hliðum sovézka sósíalismans sem stalínisminn náði þá
ekki til, hann hreifst af þeim eldmóði sem vissulega var víða fyrir hendi í
Sovétríkjunum á þessum árum, menntaþránni, fórnfýsinni o. fl. Og auðvitað
var rússneska byltingin — næstum hvernig sem hún þróaðist — jákvæð í
mannkynssögulegu samhengi.
Það er enganveginn ósennilegt að Lukács hefði haldið áfram á þeirri
braut sem hann var kominn inná þegar hann skrifaði „Geschichte und Klass-
enbewusstsein“, ef pólitískar aðstæður hefðu leyft honum það. En „lukács-
isminn“ var skammaryrði og yfirdrottnun Stalíns á sviði pólitískrar kenn-
ingar marxismans ekkert gamanmál. Lukács var neyddur til að berjast fyrir
réttmæti ýmissa grundvallaratriða marxismans eingöngu á sviði bókmennta-
könnunar og hugmyndasögu. Og það gerði hann. Skoðanir hans hafa alla
tíð verið honum meira alvörumál en svo að hann hafi nokkurntíma getað
hugsað sér að leggja árar í bát þó einum baráttugrundvelli væri undan hon-
um kippt. Og til að koma þeim á framfæri hefur hann aldrei hikað við að
klæða þær í „réttan búning“. Það má því segja að Lukács hafi að vissu leyti
verið tækifærissinni á Stalínstímabilinu, og jafnvel frammá þennan dag, en
tækifærisstefna hans hefur aldrei orðið að markmiði og skaðað grundvallar-
skoðanir hans. Ómóttækilegur fyrir dólgamarxistískum áhrifum hefur hann þó
ekki verið með öllu, enda hefði annað verið yfirnáttúrlegt þegar tekið er tillit
til hvar hann hefur lifað og hrærzt í fjörutíu ár; þau áhrif hafa þó aldrei verið
svo sterk að þau hafi getað haggað marxistískri undirstöðu hans að ráði.
Lukács valdi sér á þessu tímabili oft verkefni með hliðsjón af því versta í
hugmyndafræði stalínismans sem honum fannst nauðsynlegt að spyrna gegn.
Þareð bein gagnrýni var vitaskuld ekki möguleg, þá var vænlegasta ráðið
til áhrifa að grafast fyrir um rætur mála, að skrifa um þann grundvöll sem
dólgamarxisminn þóttist byggja speki sína á. Svotil allt sem Lukács skrifar
á þessum árum fjallar því um bókmenntir og heimspeki 19. aldar, einkum
218