Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar ingarlegu afsiðun sem bjó í haginn fyrir nazismann. Þessi sektartilfinning setur ekki einungis mark sitt á skoðanir Lukácsar í þýzkri heimspeki frá Kant og frammúr, heldur mótar hún mjög alla bókmenntakönnun hans. Og þarsem nazisminn, svo lengi sem hann var ósigraður, táknaði stórsköðun og úrkynj- un evrópskrar menningar, þá sá Lukács í Sovétríkj unum — þrátt fyrir allt — einu vonina um varðveizlu þess sanna og lífvænlega í þessari menningu. Með þetta sífellt í huga varð stalínisminn í víðu tímalegu samhengi að sögulegu aukalagi sem hlyti að taka enda um leið og aðstæðurnar breyttust. Það hjálp- aði honum líka að sætta sig við ástandið að hann var enganveginn blindur fyrir þeim jákvæðu hliðum sovézka sósíalismans sem stalínisminn náði þá ekki til, hann hreifst af þeim eldmóði sem vissulega var víða fyrir hendi í Sovétríkjunum á þessum árum, menntaþránni, fórnfýsinni o. fl. Og auðvitað var rússneska byltingin — næstum hvernig sem hún þróaðist — jákvæð í mannkynssögulegu samhengi. Það er enganveginn ósennilegt að Lukács hefði haldið áfram á þeirri braut sem hann var kominn inná þegar hann skrifaði „Geschichte und Klass- enbewusstsein“, ef pólitískar aðstæður hefðu leyft honum það. En „lukács- isminn“ var skammaryrði og yfirdrottnun Stalíns á sviði pólitískrar kenn- ingar marxismans ekkert gamanmál. Lukács var neyddur til að berjast fyrir réttmæti ýmissa grundvallaratriða marxismans eingöngu á sviði bókmennta- könnunar og hugmyndasögu. Og það gerði hann. Skoðanir hans hafa alla tíð verið honum meira alvörumál en svo að hann hafi nokkurntíma getað hugsað sér að leggja árar í bát þó einum baráttugrundvelli væri undan hon- um kippt. Og til að koma þeim á framfæri hefur hann aldrei hikað við að klæða þær í „réttan búning“. Það má því segja að Lukács hafi að vissu leyti verið tækifærissinni á Stalínstímabilinu, og jafnvel frammá þennan dag, en tækifærisstefna hans hefur aldrei orðið að markmiði og skaðað grundvallar- skoðanir hans. Ómóttækilegur fyrir dólgamarxistískum áhrifum hefur hann þó ekki verið með öllu, enda hefði annað verið yfirnáttúrlegt þegar tekið er tillit til hvar hann hefur lifað og hrærzt í fjörutíu ár; þau áhrif hafa þó aldrei verið svo sterk að þau hafi getað haggað marxistískri undirstöðu hans að ráði. Lukács valdi sér á þessu tímabili oft verkefni með hliðsjón af því versta í hugmyndafræði stalínismans sem honum fannst nauðsynlegt að spyrna gegn. Þareð bein gagnrýni var vitaskuld ekki möguleg, þá var vænlegasta ráðið til áhrifa að grafast fyrir um rætur mála, að skrifa um þann grundvöll sem dólgamarxisminn þóttist byggja speki sína á. Svotil allt sem Lukács skrifar á þessum árum fjallar því um bókmenntir og heimspeki 19. aldar, einkum 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.