Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 10
Tímarit Máls og menningar
Þá fór alþjóðlegur andi yfir heiminn, og alheimsmálið hafði efnilegan fram-
gang í mörgum löndum, svo sem í Svíþjóð, Þýzkalandi, Frakklandi, á Spáni,
í Japan og meira að segja í Rússlandi.
En skyndilega breyttust veður í lofti. Þjóðverjar tóku upp harðsvíraða og
frábærlega heimskulega þjóðernisstefnu. Alþjóðamálið var ofsótt og það var
jafnvel lífshættulegt að vera esperantisti. Ekki löngu seinna hófu Rússar sína
þjóðernisstefnu. Þeir bönnuðu að vísu ekki esperanto, en þeir hundsuðu það
og settu saman falsrök gegn því, þvælu, sem maður hafði hlustað á í tugi
ára, nokkurnveginn svona: Esperanto er tilbúið mál. Tilbúið mál getur aldrei
orðið lifandi mál. Þess vegna er esperanto og hlýtur alltaf að verða dautt
mál. Og þetta er borið fram fyrir fólk eftir að eitt höfuðrit heimsbókmennt-
anna, Gamla Testamentið, hefur verið þýtt á alþjóðamálið fyrir áratugum
og þótt bezta þýðing, sem til er á þeirri bók. Þá rölti ég út í Orfirisey og grét
í Dönskuvör.
Litlu seinna hitti ég séra Halldór Kolbeins á Austurvelli. Hann var einn af
ágætustu esperantistum á voru landi. „Lest þú ennþá esperanto“, spurði ég.
„Nei,“ svarar hann.
„Hvers vegna ekki?“ spurði ég.
„Það setur að mér þunglyndi, þegar ég fer að lesa þetta undursamlega mál
og sé hins vegar, hvað heimurinn er heimskur.“
Ég hafði verið að vona, að skoðanabræður mínir í Rússlandi mundu ýta
undir framgang esperantos, því að án alþjóðamáls væri alþjóðasamvinna
lítt hugsanleg og alþjóðlegt jafnrétti óhugsandi með öllu.
En þetta fór hörmulegar en ég hafði vonað. Sumarið 1929 járnbrautar-
lestaðist ég frá Kaupmannahöfn á alþjóðamót ungra sósíalista í Vínarborg.
Þar kom fjöldi fólks saman. Þar ríkti líf og fjör og alþjóðlegur andi sveif
þar yfir vötnunum. Þar voru töluvert margir esperantistar, og alþjóðamálið
fékk nokkura hlutdeild í ræðuflutningi. Þá var ég kátur og glaður. Mér fannst
heimurinn á leið til alþjóðlegrar sameiningar, loksins eftir miljóna ára sundr-
ung og heimsku, með geðsjúka múgmorðingja í broddi fylkingar. Þetta var
skemmtileg samkunda, líkast til önnur skemmtilegasta, sem ég hef heimsótt.
Ég varð svo upplyftur og náttúrumikill, að ég var kominn á fremsta hlunn
með að trúlofa mig frammistöðustúlku í Graz í Austurríki.
En þrátt fyrir þessa heimsbirtu, loddi ófullkomleiki mannanna ennþá við
mig og ruglaði nokkuð minn pólitíska kompás.
Loks var það vorið 1932, að ég reif mig upp og hélt á Stj örnuþingið í
Ommen. Aðalerindið þangað var að ná tali af Krishnamurti um sósíalismann
200