Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar
sem frítími hans er, þeim mun öflugri tækjum kemur eignastéttin sér upp til
að verðvæða frítíma hans og gera hann sjálfan að „hinum fullkomna neyt-
anda“. Áhrifamáttur auglýsinganna fær hann til að trúa því að hann hafi
ótal þarfir sem ekki verði fullnægt nema með aukinni neyzlu. Frítíminn verð-
ur ekki hvíld og sköpunarstarf nema að litlu leyti, hann verður fyrst og fremst
fullnæging þarfa sem einstaklingurinn hefur ekki skapað sér sjálfur. Neyzlan
verður lífstakmark. Og enga gernýtingu hér! Eða hversu hagkvæmt skyldi
það vera fyrir samfélagsheildina þegar 50 konur í einni íbúðablokk standa
samtímis hver við sína eldavél, hver í sinni íbúð og hræra hver í sínum potti,
hver með sinni sleif?
Við aukna tækni, aukna sjálfvirkni, aukna framleiðslu, auknar frístundir
og auknar tekjur ætti maðurinn að hafa alla möguleika til að verða sjálfs sín
herra og geta lifað menningarlífi. En þannig er það ekki á Vesturlöndum í
dag. Eignastéttin sleppir ekki tangarhaldinu af launafólki þegar það hefur
þjónað henni á daginn, heldur nýtir hún það og gernýtir allar stundir sólar-
hringsins.
Flóttinn inní einkalífið hefur í för með sér æ minni samfélagstengsl manna
á milli. Afleiðing þess er einangrun fjölda fólks. Það er ekki sízt einmana-
kenndin sem einkennir firringarástandið í borgum Vesturlanda. Það hljóm-
ar einsog versta mótsögn: því þéttar sem fólk býr, því meiri verður einangr-
unin og einmanakenndin. Og sameinuð einmana- og vanmáttarkennd er sál-
arástand sem getur tekið á sig hræðilegar myndir, svosem skemmdarfýsn,
árásarhneigð og sadisma. Því meir sem hanzkast er með fólk, vinnuafl þess
og vitund, því meir sem það er firrt möguleikum sínum til þroska, sköpunar
og mannlegra samskipta, þeim mun sterkari verður þörf þess til að ná sér
niðri á einhverju með einhverju móti.
Og þá eru taldir nokkrir höfuðþættir firringarinnar.
Það er engum í sjálfsvald sett að lifa annaðhvort firrtu lífi eða ófirrtu.
Firringin er óaðskilj anlegur hluti þjóðfélagsbyggingarinnar og setur mark
sitt á hvern einasta mann, aðeins í misjafnlega miklum mæli. Og hún minnk-
ar ekki — öðrunær. En hún er ekki aðeins sálarástand í víðustu merkingu,
heldur má segja að hún sé orðin hluti, orsakavaldur og afleiðing, borgara-
legrar kapítalískrar heimsskoðunar. Maðurinn stendur framandi frammi fyr-
ir sjálfum sér, hann er firrtur möguleikum til að verða það sem hann gæti
orðið, hann er firrtur möguleikum til að hafa stjórn á framleiðslu sinni og
umhverfi, hann er að mörgu leyti firrtur möguleikum til lífrænna samskipta
við annað fólk. Hann hefur enga heildarsýn yfir það sem gerist, hvorki í
236