Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 47
Georg Lakács og hnignun raunsœisins
framleiÖslunni né umhverfi hans. Starf hans er hlutað niður og þarafleiðandi
einnig vitund hans og viðhorf gagnvart vinnunni og sjálfum sér sem vinn-
andi manni. Samfélagið fær aldrei á sig neina heildarmynd, það verður að
einstökum þáttum sem mótazt geta nær einvörðungu af þeim ákvörðunum sem
koma ofanfrá; samfélagsvitund mannsins klofnar því einnig. Það sem ein-
kennir kapítalíska heimsskoðun um þessar mundir er ekki sízt þessi sundur-
liðun viðhorfanna, skortur á einingu og heildarsýn. Og einsog alltaf þegar
heimsskoðun breytist verður þess ekki minnst vart í bókmenntum og listum.
Mikill hluti þeirra bókmennta sem skrifaðar hafa verið síðastliðna öld ber
einmitt ljósan vott um getu- og viljaleysi til að túlka og sýna manninn og um-
heim hans sem heild.
í kjölfar firringarinnar hefur líka farið ákveðin afmenning (Enthum-
anisierung). Maður sem er hlutur meðal hluta, vanmáttugur og valdalaus,
einangraður og einmana, missir smámsaman manngildi sitt, jafnt í eigin aug-
um sem annarra. Þessi afmenning er drjúgur þáttur í kapítalískri heimsskoð-
un síðari tíma. Maðurinn hefur ekki annað gildi en verðgildi. Einstaklings-
eðli hans og sérkenni eru aðeins til trafala. Hann verður ópersónulegur. Og
það verður hlutverk hans að falla átakalaust inní framleiðslukerfið. Þessa
þróun má lesa af bókmenntum síðustu áratuga einsog hita af mæli. Persónu-
sköpunin verður ekki einungis æ losaralegri, persónurnar verða líka stöðugt
litlausari og ómanneskjulegri. Um leið fá hlutirnir aukið rúm í frásögninni
og geta stundum orðið einráðir.
Firringin fæðir líka af sér vonleysi og uppgjöf, fánýtishyggju og níhil-
istísk sjónarmið. Allt er tilgangslaust. Allt er einskis virði. Tilveran er fárán-
leiki. Ekkert er raunverulegra en ekkert. Og ástandinu verður ekki breytt. Því
verður aðeins mótmælt með því að gefa skít í allt og alla. Af þessu og öðru
verra er heimsskoðun borgarastéttarinnar gegnsýrð. Og borgarastéttin lætur
fá tækifæri ónotuð til að þröngva heimsskoðun sinni uppá verkalýðsstéttina.
Borgaraleg heimsskoðun er því ekki aðeins borgaraleg, hún er á góðri leið
með að verða heimsskoðun allra þjóðfélagshópa. Ég kalla hana því eftirleið-
is heimsskoðun kapítalismans eða kapítalíska heimsskoðun.
En verður firringin yfirunnin ?
Þeir sem eru í sátt við kapítalismann hlj óta líka að vera í sátt við firring-
una. Því þó firringin sé enganveginn kapítalískt fyrirbæri eingöngu, þá hefur
henni samt fyrst „vaxið fiskur um hrygg“ síðustu aldir. Flestir þættir hennar
verða ekki skildir frá efnahagsgrundvelli kapítalismans. Hann fæðir hana
af sér og hún hefur áhrif á hann. En verður hún yfirunnin við kollsteypingu
237