Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar fluttust til Ameríku. Aðeins 33% karlmanna liöfðu kosningarrétt (83% í Grikklandi á sama tíma!). Fátæktin útá landsbyggðinni var ólýsanleg. Verkalýður borganna lifði einnig við kröppustu kjör. En yfirstéttin varði forréttindi sín af dæmafáu miskunnarleysi, her og vopnaðri lögreglu var beitt hvenær sem hætta þótti á að verkalýðurinn gæti að einhverju leyti raskað valdahlutföllunum sér í hag. Þó gat ekkert komið í veg fyrir að sósíal- ískar og marxískar hugmyndir næðu að breiðast út. Georg Lukács komst í uppvexti sínum ekki í nein teljandi kynni við fátækt mikils meirililuta samlanda sinna. Sem ríkismannssonur í ríkismannahverfi Búdapestar ólst hann upp við önnur skilyrði en fjöldinn. Þess var líka langt að bíða að hann gerði sér fulla grein fyrir í hverskonar þjóðfélagi hann lifði. En þess var ekki jafnlangt að híða að hann kæmist í nokkra andstöðu við nánasta umhverfi sitt. Efnahagur fj ölskyldunnar gerði honum kleift að leggja stund á það sem hann lysti. Hugur hans dróst æ meir að bókmenntum og fagurfræði. En hversu innilokaður sem þessi ungi fagurkeri var í heimi stéttar sinnar, þá fór samt ekki hjá því að hann yrði var við þau kýli skipu- lagsins sem mest bar á, lögregluofbeldið, spillinguna, lýðræðisskortinn, af- leiðingar vaxandi iðnvæðingar kapítalismans o. fl. Hann tók að líta á þetta þjóðfélag sem andstæðu allrar sannrar listar. Og hann gerði uppreisn, en sú uppreisn var í litlum tengslum við raunveruleikann, hún var á andlegu plani sem leiddi hann skjótt á vit þýzkrar hughyggju, jafnvel hverskyns rökfælni (irrationalisma), dulrænu og hvatadýrkunar. Skáld dagsins var Stefan George. En samtímis söng hann natúralismanum lof, þeirri bókmenntastefnu sem þá var „róttækust“ og leitaði uppi samfélagsveruleikann, oft með af- hjúpandi skerpu, en flúði hann ekki. En natúralisminn vakti hann ekki til pólitískrar vitundar, þó ekki leyni sér samúð hans með verkalýðsstéttinni og þj óðernis-minnihlutabrotum í Ungverj alandi. Það er hughyggjan og róman- tísk einstaklingshyggj a sem setja mest mark á allt er Lukács skrifaði framað heimsstyrjöldinni fyrri. Að loknu doktorsprófi í þjóðfélagsvísindum við háskólann í Búdapest 1906 hélt Lukács til Heidelberg og lagði stund á heimspeki. Þar komst hann í kynni við nýkantíanismann svonefnda. í Múnchen hélt hann námi sínu áfram, m. a. hjá Max Weber, höfuðpaur þýzkrar félagsfræði. Aðaláhugamál hans um þessar mundir voru þó heimspeki og fagurfræði. Frá Munchen fluttist hann til Berlínar, þar sem hann kynntist Georg Simmel og heimspeki Wil- helms Dilthey. 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.