Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 97
ÚrrœðiS
LÖgreglumaðurinn við unga félagann: Fékkst þú honum flugritið?
UNGI FÉLAGINN: Nei.
LÖGREGLUMAÐURINN við annan: Þú hefur þá fengið honum það.
UNGI félaginn við fyrsta: Hvað verður um hann?
FYRSTI: Honum verður kannski stungið í tukthús.
ungi félaginn : Afhverju viltu að honum verði stungið í tukthús? Ert þú
ekki öreigi líka, lögreglumaður ?
LÖGREGLUMAÐURINN við annan: Komdu með. Slœr hann í höfuðið.
UNGI FÉLAGINN hindrar hann: Hann var það ekki.
LÖgreglumaðurinn: Þá varst það þú!
annar: Hann var það ekki!
LÖgreglumaðurinn: Þá voruð þið það báðir.
FYRSTI: Hlauptu, maður, hlauptu, þú ert með vasana fulla af flugritum.
Lögreglumaðurinn slœr annan niður.
UNGI FÉLAGINN bendir á lögreglumanninn, við fyrsta: Nú hefur hann barið
saklausan mann, þú ert vitni.
FYRSTI rœðst á lögreglumanninn: Þú, keypti hundur.
Lögreglumaðurinn dregur upp skammbyssu.
UNGIFÉLAGINN cepir: Hjálp félagar! Hjálp! Hér eru óviðkomandi menn
barðir!
JJngi félaginn tekur lögreglumanninn hálstaki að aftan, fyrsti verkamaðurinn
beygir handlegg hans hoegt afturfyrir bak. Skotið hleypur af, lögreglumaður•
inn er afvopnaður og barinn niður.
ANNAR rís á fœtur, við fyrsta: Nú höfum við slegið lögreglumann niður og
getum ekki unnið í verksmiðjunni, og — við unga félagann — þú átt
sökina.
áróðursmennirnir fjórir: Og hann varð að finna sér öruggt fylgsni í stað
þess að úthluta flugritum, því lögregluvörðurinn var margefldur.
UMRÆÐA
STJórnarkórinn : En er það ekki rétt að tálma ranglætinu hvar sem það kem-
ur fyrir?
aróðursmennirnirfjórir: Hann tálmaði smá-ranglæti, en hið mikla rang-
læti, verkfallsbrotin, hélt áfram.
STJórnarkórinn : Við erum ykkur samþykkir.
287