Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 77
Georg Lukács og hnignun raunsœisins
framleiðsluhættir geta þá á skömmum tíma tekið stórt stökk frammáviS, verzl-
unarauSvaldiS orSiS undir og mikilvægustu völdin komizt í hendur erlendr-
ar borgarastéttar. ViS slíkar breytingar yrSi íslenzk borgarastétt ennþá spillt-
ari, ósjálfstæSari og menningarlega snauSari. StóriSjan hefSi einsog alls-
staSar annarsstaSar í för meS sér aukna hlutgervingu og útrýmingu ýmissa
mannlegra verSmæta. Allur þorri manna yrSi enn fjær því marki aS ráSa
sér sjálfur, auk þess sem möguleikar hans til aS öSlast heildarsýn yfir fram-
leiSslukerfiS og byggingu þjóSfélagsins myndu minnka til muna. Þessi þróun
er vitanlega ekki óhj ákvæmileg; gegn henni er hægt aS berjast meS ýmsu
móti.
íslenzk bókmenntasérstaSa felst í þessari efnahagslegu og menningarlegu
sérstöSu. Á meSan kapitalískir framleiSsluhættir eru hér vanþróaSir gefst
allri bókmenntasköpun meira svigrúm og fleiri möguleikar en víSa annars-
staSar á Vesturlöndum. Henni gefst ótvírætt svigrúm til raunsæis í víSri
merkingu. Henni gefst jafnvel svigrúm til raunsæis í merkingu Lukácsar.
Og henni gefst líka góSur möguleiki til aS viShalda og þróa íslenzka frá-
sagnarhefS, sem er meiri dýrgripur en margir virSast gera sér ljóst.
Þessi grein mín er sprottin uppúr eigin löngun til aS átta mig á því sem
ég er sjálfur aS gera. Hún er þó ekki skrifuS fyrir mig einan, heldur meS
íslenzka lesendur í huga, og íslenzka sósíalista ekki sízt. Því þaS sem rak
mig af staS var sú yfirborSskennda bókmenntaumræSa íslenzkra sósíalista
sem sjá hefur mátt sýnishorn af hér í tímaritinu (greinar Gunnars Bene-
diktssonar). Mér ofbauS einsog svo mörgum öSrum. Fátt þoli ég jafnilla
og stalínistískan eSa kirkjulegan konformisma. Og fátt þykir mér jafnátakan-
legt og þekkingar- og skilningsskortur manna sem hafa haft góSa aSstöSu
til aS sigrast á hvorutveggja. Þeir sem þaS vilja geta því litiS á þessa grein
sem örlitla kveSju til þeirra sem heimta hetju- og átakabókmenntir einsog
viS lifSum á Sturlungaöld eSa hnignunartímum grísku borgríkjanna. Og þá
ekki síSur sem Srlitla kveSju til þeirra sem ekki hafa tekiS til máls, þó þeim
hafi boriS skylda til þess.
Helztu verk sem ég hef stuðzt við:
Adorno, Theodor W.: Noten zur Literatur II. Frankfurt a. M. 1961.
Althaus, Horst: Georg Lukács — oder Biirgerlichkeit als Vorschule einer marxistischen
Ásthetik. Bern 1962.
Berger, P. og Pullberg, S.: Reification and the Sociological Critique of Consciousness.
New Left Review 35 (1966).
267