Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 155
Upphaf prentlistar á Austurlandi
í manntalsbók Suður-Múlasýslu 18771 er skráður sem skattgreiðandi Jón
Ólafsson frá Alaska. Þetta manntalsþing var háð 16. júní 1877, stuttu eftir
að Skuldarprentsmiðj a hóf störf. Skattur sá, sem á Jón var lagður, nam 29
aurum. Ekki var það hár skattur, en sú staðreynd, að Jón var í tölu skatt-
greiðenda sýnir, að hann hefur ekki verið talinn blásnauður. Virðist mér sem
þetta bendi til þess, að Jón hafi í upphafi getað lagt eitthvað af mörkum til
prentsmiðjurekstursins, þótt vart hafi það verið mikið. Einnig má vera, að
stuðningsmenn Jóns á Austurlandi hafi lagt fram eitthvert rekstrarfé í upp-
hafi.
En hverjar voru þá tekjur Skuldarprentsmiðju? Þar ber fyrst að nefna á-
skriftargj öld Skuldar. Svo sem áður hefur verið vikið að, var innheimta þess-
ara gjalda tiltölulega auðveld í næsta nágrenni við útgáfustaðinn, enda sá þá
ritstjórinn oftast sjálfur um hana. En þegar um var að ræða innheimtu í fjar-
lægum sveitum, fór málið að vandast. Yfirleitt var skipulagið þá á þann veg,
að valinkunnir menn í viðkomandi sveitum gerðust útsölumenn blaðsins, svo
sem fyrr var frá skýrt. Auk þess að sjá um dreifingu hlaðsins sáu útsölumenn-
irnir einnig um innheimtu áskriftargjalda innan síns umdæmis. Einnig tíðk-
aðist, að menn greiddu áskriftargj öldin ýmist í vörum eða peningum til verzl-
ana, sem síðan komu gjöldunum til skila.
Það hlaut að vera áríðandi fyrir fjárhag hvers hlaðs að afla því sem flestra
áskrifenda. En þegar kaupendurnir voru fjarlægir útgáfustað, vildi oft
dragast úr hömlu að þeir greiddu áskriftargj aldið. Liggur í augum uppi, að
slíkir kaupendur voru lítt arðsamir og margir raunar fj árhagslegur baggi á
blaðinu. Jón Ólafsson var auðvitað ekki undanþeginn þeirri kvöð að þurfa að
kljást við óskilvísa kaupendur, enda kvartar hann sífellt undan óskilvísi. Er þá
ýmist, að Jón reynir að vekja menn til meðaumkunar með sjálfum sér, eða
hann hótar að birta í blaði sínu nöfn þeirra, sem ekki standi í skilum, öðrum
til viðvörunar. En allt kom fyrir ekki, og alltaf voru nokkrir, sem ekki horg-
uðu, enda voru óinnheimt áskriftargjöld löngum svo sem árlega afskriftir af
íslenzkum blöðum.
Annar megintekjustofn Skuldar voru auglýsingar þær, sem í blaðinu birt-
ust. Verð auglýsinga fór eftir stærð þeirra og því rúmi, sem þær tóku í blað-
inu. Skuld flutti margskonar auglýsingar, en mest bar þó á auglýsingum frá
verzlunum, ýmsum tilkynningum opinberra embættismanna, þakkarávörp-
um og auglýsingum eftir töpuðum munum. Má telja, að auglýsingar hafi orð-
ið Skuld drjúg tekjulind, en hafa ber í huga, að á þessum tíma gögnuðust aug-
lýsingar þó aðeins þeim lesendum, er bjuggu nærri útgáfustað blaðanna. En
345