Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 130
Tímarit Máls og menningar brjósti glæstar vonir um eflingu íslenzks þjóðernisflokks, en til þess að þær vonir mættu verða að veruleika, taldi hann brýna þörf á útgáfu íslenzks blaðs til stuðnings málstaðnum. Ekki taldi Benedikt þó vænlegt til árangurs, að hið nýja blað yrði prentað í Landsprentsmiðjunni, sem stjórnin réð. Þess vegna afréð hann að reyna að fá sína eigin prentsmiðju að Elliðavatni. Réð Bene- dikt þá Jón Ólafsson til sín, og átti hann að vera ritstjóri við hið nýja blað og einkakennari barna Benedikts.3 Ekki veittist þeim félögum auðvelt að útvega nauðsynlegan útbúnað til prentsmiðjurekstursins, né heldur lágu prentsmiðjuleyfi á lausu. Svo fór, að Benedikt fékk prentþröng, sem Magnús Arnason trésmiður í Reykjavík hafði smíðað úr eik, en Sigurður Jónsson járnsmiður hafði bætt í þeim hlutum, sem úr járni voru.4 Enn vantaði þó, auk prentsmiðjuleyfisins, ýmislegt, sem til prentunar þurfti, meðal annars bæði stíl og svertu.5 Fór Benedikt utan um haustið 1871 m. a. til þess að kaupa þessi prenttæki svo og til þess að reyna að útvega prentsmiðjuleyfi. Komu prenttækin heim um vorið 1872, en ekki fylgdi leyfi til prentunar. Var prentsmiðjan sett sam- an á Elliðavatni og stóð þar ónotuð, unz Jóni Olafssyni fór að leiðast þófið og hóf prentun. Fyrst prentaði Jón kvæði eftir sjálfan sig á nýnorsku, sem nefndist „Til det norske dampskib Jón Sigurðsson“ og var ort í tilefni af komu þessa skips Norska samlagsins í Björgvin til íslands. Síðan prentaði Jón fyrsta upplag af fyrirhuguðu tímariti, sem hét Smávegis. Smávegis er 8 bls. að stærð og hafði að flytja kvæði, söngleik og smáfrásagnir í gamansömum tón. Á titil- blaði ritsins segir, að það eigi að koma út „þá er vel viðrar“. Á öftustu síðu segir, að það sé útgefið hjá Jóni Ólafssyni á Elliðavatni og prentað af I. Ingimundarsyni í prentsmiðju Benedikts Sveinssonar. En Smávegis þurfti ekki að kemba hærurnar. Þegar vart varð við þetta Elliðavatnsprent í Reykja- vík, brugðu yfirvöldin skjótt við. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósar- sýslu hélt að Elliðavatni, gerði upptækt það, sem hann náði í af Smávegis og hinu prentaða kvæði Jóns, og innsiglaði prenttækin. Ekki fórst sýslumanni verkið þó betur úr hendi en svo, að Jóni Ólafssyni tókst að smeygja innsiglis- bandinu af prenttækjunum og prenta annað upplag af Smávegis í stað þess, sem gert var upptækt. Alls komu úr 44 eintök af fyrra upplaginu,0 en engar heimildir hef ég fyrir því, hve stórt seinna upplagið var. Af prentsmiðjunni á Elliðavatni er annars það að segja, að Benedikt fékk aldrei prentsmiðjuleyfi, enda hafði Jón Ólafsson komið í veg fyrir það með þessu uppátæki sínu, hafi nokkurn tíma verið von til þess, að það fengist. Var prentsmiðjan því aldrei notuð eftir þetta,7 en Jón var dæmdur í 100 rd. sekt. 320
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.