Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 53
Georg Lukács og hnignun raunsœisins merkir raunsæi, auk sannra og haldgóðra smáatriða, trúverðug framsetning týpískra persóna við týpiskar aðstæður.“ Og í bréfi til Minnu Kautsky ræðir hann skáldsögu eftir hana og segir: „Sérhver persóna er týpa, en auk þess á- kveðinn einstaklingur ... og þannig á það að vera.“ Týpan og það týpíska eru grundvallarhugtök í raunsæiskenningu Lukácsar. Með týpu á hann við samruna þess almenna og þess einstaklingsbundna, eða nákvæmar: „þess hluttæka (konkreta) og þess lögmálsbundna, þess gegnum- mannlega og þess sögulega, þess einstaklingsbundna og þess samfélagslega al- menna“. Það sem gerir t. d. persónu týpíska er ekki miðlungseðli hennar í á- kveðnum samfélagshóp, heldur ekki einstaklingseðli hennar, hversu skýrt sem það kann að vera. Hún verður ekki týpísk fyrren það mannlega og ein- staklingshundna fléttast saman við samfélagslega höfuðþætti ákveðins sögu- legs tímabils. Týpísk persóna er aldrei sértæk (abstrakt), hún slitnar aldrei úr tengslum við þann samfélagsveruleika sem hún er sprottin úr. Örlög Don Quijote eru ákaflega týpísk, auk þess sem þau eru einstaklingsbundin, því þau sýna m. a. hvernig riddaralegar dyggðir verða hlægilegar á hnignunar- skeiði spánska lénsskipulagsins, hvernig gömul heimsskoðun rekur sig á nýj- an sögulegan veruleika. Anna Karenína er vitaskuld einstaklingur, og hráð- lifandi sem slíkur, en hún er líka týpísk persóna, því í örlögum hennar spegl- ast ekki aðeins andstæður þess borgaralega hjónabands sem hún lifir í, heldur allra borgaralegra hjónabanda. Því týpískari sem persóna er, því raunsærri er hún og því meira listrænt gildi hennar. En það eru ekki bara persónur sem eru týpískar, atburðarás getur verið týpísk, svo og áhrifatengsl alls þessa. í rauninni einkennast öll stórvirki heimsbókmenntanna af því týpíska, segir Lukács, og stendur fast á því að rismiklar bókmenntir verði ekki skrifaðar án þess arna. Ef frá eru talin nokkur hreinræktuð trúarskáld hafa líka flestir höfundar frá upphafi keppt að sköpun þess týpíska. Það er ekki fyrren um miðja 19. öld sem útaf þessu telcur verulega að bregða. Og nú eru skrifaðar hækur sem hafa það and-týpíska að hreinu markmiði. Annað grundvallarhugtak í raunsæiskenningu Lukácsar er heildarhugtakið, sem í þessari mynd á uppruna sinn hjá Hegel. Manneskjan er samfélagsvera, zoon politikon, hún er hluti ákveðins samfélagsveruleika, hún er ekki heil án hans og hann er ekki heill án hennar. Sem viðfangsefni í skáldskap verður manneskjunni ekki lýst til fulls nema hún fái að lifa sínu listræna lífi í mn- hverfi sem er afmynd samfélagslegs veruleika. Henni er ekki lýst til fulls, segir Lukács, ef umhverfi hennar er að mestu afmynd huglægs veruleika. En til að skáldskapur verði raunsæ heildarmynd viðfangsefnisins er ekki nóg að setja 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.