Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 153

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 153
Vpphaf prentlistar á Austurlandi En ekki var nóg að afla Skuld áskrifenda, þeir urðu einnig að fá blaðið tímanlega. Þetta atriði, hvernig Skuld átti að berast kaupendum sínum í tæka tíð, hlýtur að hafa valdið Jóni Ólafssyni nokkrum óþægindum allt frá upp- hafi. Að þessu leyti stóð Skuld höllum fæti í samkeppninni við hin blöðin. Réð þar mestu, hve póstferðir til annarra landshluta voru strjálar, t. d. voru póstferðir milli Reykjavíkur og Eskifjarðar mun strjálli en póstferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Einnig voru ferðir innan sveita á Austurlandi mun erfiðari að vetrarlagi en t. d. ferðir frá Reykjavík austur í Árnessýslu eða ferðir um byggðir Eyjafjarðar frá Akureyri. Eina ráðið, sem Jón Ólafs- son hafði til þess að koma blaði sínu á sómasamlegum tíma til kaupenda, var því að miða útkomu hvers blaðs við póstferðir, ýmist gufuskipaferðir eða ferðir landpóstanna. En ekki þurfti miklar tafir eða stórvægileg óhöpp til þess, að útkoma blaðsins stæðist ekki áætlun, og þá gat hæglega farið svo, að blað- ið yrði af viðkomandi póstferð. Kannski var hægt að bæta þetta upp með því að senda fleiri blöð með næstu ferð, en þótt íslendingar væru ekki fram úr hófi kröfuharðir um blaðadreifingu á þessum tíma, féll fæstum það vel að kaupa fréttablað, sem þeir fengu ef til vill sent ársfjórðungslega eða svo. Lítum nú á einstakar greinar úr Skuld, sem gefa raunsanna mynd af því, hvernig ástandið var. Þegar í 8. tbl. 1. árg. kemur í ljós, að við erfiðleika var að etja. f þessu blaði kvartar ritstjórinn undan því, hve lög um póstburð séu vitlaus á íslandi. Segir Jón, að þessi lög og illa skipulagðar póstferðir hafi oft orðið þess valdandi, að hann hafi neyðzt til þess að senda blaðið með hinum og öðrum ferðalöngum, en það hafi oft og einatt leitt til þess, að blað- ið hafi ekki borizt kaupendum fyrr en jafnvel 4—5 vikna gamalt. Verst af öllu telur þó ritstjórinn vera, þegar blöðin séu rifin upp á leiðinni og séu því oft stórskemmd, þegar á ákvörðunarstað komi. Oft hafa ferðamenn þeir, sem blöðin voru send með, sjálfsagt skilið þau hlöð, sem fara áttu í hvern hrepp, eftir á þeim bæ hreppsins, sem helzt var í þjóðbraut. Þá hafa þeir án efa látið þau orð fylgja, að blöðin yrðu látin ber- ast til réttra aðilja með fyrstu ferð. En það gat dregizt, að sú ferð yrði farin, og hvað var þá sjálfsagðara, ef blaðið var ekki keypt á bænum, en að lesa það, meðan það beið? Þannig gátu blöðin gengið á milli bæja, og vel gat svo farið, að tugir manna hefðu lesið þau, áður en þau hárust réttum viðtakanda. í frétt 12.—13. tbl. 1. árg. er og að þessu vandamáli vikið. Þar segir, að ýmsir kaupendur blaðsins á Héraði hafi nú sagt því upp sökum vanskila. Kaupendur, sem annars hafði líkað hlaðið vel. Auðséð er, að ritstjóranum þykir þetta súrt í brotið, og af þessu tilefni skýrir hann frá því, að svo langt 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.