Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 153
Vpphaf prentlistar á Austurlandi
En ekki var nóg að afla Skuld áskrifenda, þeir urðu einnig að fá blaðið
tímanlega. Þetta atriði, hvernig Skuld átti að berast kaupendum sínum í tæka
tíð, hlýtur að hafa valdið Jóni Ólafssyni nokkrum óþægindum allt frá upp-
hafi. Að þessu leyti stóð Skuld höllum fæti í samkeppninni við hin blöðin.
Réð þar mestu, hve póstferðir til annarra landshluta voru strjálar, t. d. voru
póstferðir milli Reykjavíkur og Eskifjarðar mun strjálli en póstferðir á milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Einnig voru ferðir innan sveita á Austurlandi
mun erfiðari að vetrarlagi en t. d. ferðir frá Reykjavík austur í Árnessýslu
eða ferðir um byggðir Eyjafjarðar frá Akureyri. Eina ráðið, sem Jón Ólafs-
son hafði til þess að koma blaði sínu á sómasamlegum tíma til kaupenda, var
því að miða útkomu hvers blaðs við póstferðir, ýmist gufuskipaferðir eða
ferðir landpóstanna. En ekki þurfti miklar tafir eða stórvægileg óhöpp til þess,
að útkoma blaðsins stæðist ekki áætlun, og þá gat hæglega farið svo, að blað-
ið yrði af viðkomandi póstferð. Kannski var hægt að bæta þetta upp með því
að senda fleiri blöð með næstu ferð, en þótt íslendingar væru ekki fram úr
hófi kröfuharðir um blaðadreifingu á þessum tíma, féll fæstum það vel að
kaupa fréttablað, sem þeir fengu ef til vill sent ársfjórðungslega eða svo.
Lítum nú á einstakar greinar úr Skuld, sem gefa raunsanna mynd af því,
hvernig ástandið var. Þegar í 8. tbl. 1. árg. kemur í ljós, að við erfiðleika
var að etja. f þessu blaði kvartar ritstjórinn undan því, hve lög um póstburð
séu vitlaus á íslandi. Segir Jón, að þessi lög og illa skipulagðar póstferðir
hafi oft orðið þess valdandi, að hann hafi neyðzt til þess að senda blaðið með
hinum og öðrum ferðalöngum, en það hafi oft og einatt leitt til þess, að blað-
ið hafi ekki borizt kaupendum fyrr en jafnvel 4—5 vikna gamalt. Verst af öllu
telur þó ritstjórinn vera, þegar blöðin séu rifin upp á leiðinni og séu því oft
stórskemmd, þegar á ákvörðunarstað komi.
Oft hafa ferðamenn þeir, sem blöðin voru send með, sjálfsagt skilið þau
hlöð, sem fara áttu í hvern hrepp, eftir á þeim bæ hreppsins, sem helzt var í
þjóðbraut. Þá hafa þeir án efa látið þau orð fylgja, að blöðin yrðu látin ber-
ast til réttra aðilja með fyrstu ferð. En það gat dregizt, að sú ferð yrði farin,
og hvað var þá sjálfsagðara, ef blaðið var ekki keypt á bænum, en að lesa það,
meðan það beið? Þannig gátu blöðin gengið á milli bæja, og vel gat svo farið,
að tugir manna hefðu lesið þau, áður en þau hárust réttum viðtakanda.
í frétt 12.—13. tbl. 1. árg. er og að þessu vandamáli vikið. Þar segir, að
ýmsir kaupendur blaðsins á Héraði hafi nú sagt því upp sökum vanskila.
Kaupendur, sem annars hafði líkað hlaðið vel. Auðséð er, að ritstjóranum
þykir þetta súrt í brotið, og af þessu tilefni skýrir hann frá því, að svo langt
343