Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 136
Tímarit Máls og menningar
bil fyrir Austfirði. Síldveiðar Norðmanna voru, er hér var komið sögu, í al-
gleymingi, og sömuleiðis voru umsvif Gránufélagsins á Seyðisfirði sívaxandi.
Þar sem þau áhrif, sem frá þessari starfsemi bárust, ollu í raun og veru
þáttaskilum í lífi íbúanna í sjávarplássunum á Austfjörðum, er ekki úr vegi
að reyna að gera sér nokkra grein fyrir, í hverju þau voru helzt fólgin, enda
kann það að skýra að nokkru starfsemi Jóns á Eskifirði.
Árið 1868 hófu Norðmenn síldveiðar í stórum stíl við íslandsstrendur.
Fóru veiðar þessar vaxandi með ári hverju, og sá floti, sem sendur var út
hingað, óx með hverju ári, og höfðu norskir síldveiðimenn fastar bækistöðv-
ar á sumrum á Eskifirði og Seyðisfirði. Þessi starfsemi jók mjög atvinnu og
bætti þar með að mun afkomu allrar alþýðu. Þar að auki kynntust íslend-
ingar nýrri tækni og lærðu ný vinnubrögð af Norðmönnum, m. a. að nota síld
til heitu, en það eitt jók að mun afla íslenzkra fiskimanna. Þá var það heldur
ekki lítils vert, að Norðmenn greiddu íslendingum þeim, er hjá þeim unnu,
vinnulaun í peningum. Þar með kynntist austfirzk alþýða peningum af eigin
raun, veltan jókst, og fúnar stoðir hins stirðnaða hændaþjóðfélags miðald-
anna brotnuðu hver af annarri.
Þegar slíkt umrót á sér stað í þjóðfélaginu, eru menn yfirleitt mjög mót-
tækilegir fyrir þjóðfélagslegum nýjungum. Það var því enn lil styrktar fram-
farasinnum á Austurlandi, að á sumrin voru fastar gufuskipaferðir á milli
útvegsbæja í Noregi og bækistöðva Norðmanna á Austfjörðum. Með gufu-
skipunum bárust fréttir, blöð og póstur með reglulegu millibili á milli Nor-
egs og íslands. Þannig fengu íslenzkir þjóðfrelsismenn glöggar fregnir af
baráttu samherja sinna í Noregi, en einmitt um þessar mundir voru jafnaðar-
menn í Noregi, með Sverdrup í broddi fylkingar, að gæða norska sjálfstæðis-
baráttu nýju lífi. Skyldi ekki sú vakning þjóðernis- og sjálfstæðisvitundar,
sem fór eins og eldur í sinu um allt Austurland á þessum tíma og kemur hvað
gleggst fram í hinum frægu Þinghöfðafundum, einmitt hafa átt upptök sín í
sjálfstæðisbaráttu Norðmanna?
Inn í allt þetta umrót skýzt nú, eins og þruma úr heiðskíru lofti, uppreisn-
armaðurinn og útlaginn Jón Ólafsson. Fljótlega lilýtur hann að hafa skynjað,
að nú voru átthagarnir sem kjörinn orrustuvöllur fyrir hann. Hér gat hann óá-
reittur búið í haginn fyrir framtíð sína. Á útlegðarárunum í Noregi hafði Jón
kynnzt frelsisbaráttu Norðmanna og jafnaðarstefnunni af eigin raun og jafn-
vel komizt í kynni við ýmsa andans menn þar í landi. Jón hafði m. a. per
sónuleg kynni af Björnstjerne Björnson. Hvort Jón hefur kynnzt Johan Sverd-
rup persónulega, er ekki ljóst, en 3. nóvember 1877 segir í Skuld, að nýtt hlað,
326