Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Qupperneq 11
Opið bréf til Kristins Andréssonar
og ófullkomleika mannanna. Þá var Krishnamurti, að mínu viti, frumlegasti
hugsuöur aldarinnar og er svo máski enn, og sagnir voru á kreiki um það,
að hann væri Kristur endurborinn, auðvitað Kristur vélaaldar, en hinn
Kristur frumstæðra tíma og hjátrúar.
Ég náði heim til hans, þar sem hann bjó í litlum kofa úti á völlunum, í
svipuðum jakkafötum og ég var í á fermingardaginn minn. Þetta var yndis-
legasti maður, sem ég hafði nokkurntíma séð, ólíkur öllum öðrum.
Ég spurði hann nokkurra spurninga. Þar á meðal spurði ég, hvort sósíalis-
tískt þjóðskipulag lyfti mönnum ekki til andlegs þroska. Því neitaði Krishna-
murti afdráttarlaust. Þessa spurningu þvældi ég í ýmsum tilbrigðum. En
meistarinn sat óbifanlegur við sinn keip. Ég þóttist finna, að þessar neitanir
ættu ekkert skylt við varnir fyrir auðvaldsþj óðskipulagi. Þær virtust vera
staðfesting á því, sem hann hafði margsinnis sagt í ræðum og ritum. Kjarn-
inn í kenningum hans var hinn sami og segir í Hávamálum: „Sjálfur leið
þú sjálfan þig.“ Engin trú á Guð, engar kennisetningar, engin kerfi, engar
reglur, engin sannfæring um líf eftir dauðann, engin kirkja, engar bæna-
gerðir hjálpa þér til hærri þroska. Sjálfur leið þú sjálfan þig. í þessu var
ég meistaranum sammála. Ég hafði þó ekki búizt við, að hann kvæði svona
afdráttarlaust að orði um gildisleysi sósíalismans í hjálp til fullkomnara lífs.
En þegar ég fór að íhuga svör hans nánar eftir á, fann ég að þau voru ein-
mitt sama kenningin og hann hafði ævinlega boðað: Sjálfur leið þú sjálfan
þig-
Ég vék af fundi meistarans í litla kofanum á völlunum í Ommen jafnugg-
andi við ófullkomleika mannanna og ég hafði áður verið, þegar Sigurður
minn Jónasson henti uppáhaldshókinni minni í gólfið fyrir framan nefið á
mér, af því að þar var gert ráð fyrir ófullkomleika mannanna sem áður
segir.
Svo liðu tímarnir, og mannkynið hafði brotizt gegnum eitt mesta mann-
haturs og manndráps-tímabil allra alda. Nokkru eftir lok þeirra skelfinga,
haustið 1950, gerði ég reisu á eins konar alþjóðlegt friðarþing sósíalista í
Varsjá, ásamt mínum snakkbróður, Jónasi rithöfundi Árnasyni. Ég hlakkaði
til þeirrar samkundu. Ég var allt af að segja við sjálfan mig: Nú hlýtur mann-
kynið að hafa lært eitthvað. Og mikið dáðist ég að tæknileikni mannanna,
að við skyldum liitta flugvöllinn í Prestvík eftir flug hátt uppi í loftunum
í lotulausu svartamyrkri, stormi og regni, alla leið frá Reykjavík. Hvernig
, fóru þeir að þessu? Samt sem áður voru alltaf að flækjast fyrir mér, mér til
mikils ama, þessi spakmæli Þorsteins Erlingssonar: „Því þekking má hjá
201