Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 25
Georg Lukács og hnignun raunsœisins hann hafði áður skrifað — m. a. um þingræðið, skipulagsmál Þriðja alþjóða- sambandsins, lögmæti og ólögmæti, menningu og sósíalisma, sjálfkvæmni fjöldans og starfsemi flokksins, Rósu Luxemburg sem marxista og gagnrýni hennar á rússnesku byltinguna, og síðast en ekki sízt um hlutgervinguna og meðvitund verkalýðsins. Úrval þessara ritgerða kom út í bók 1923: „Ge- schichte und Klassenbewusstsein“ (Saga og stéttarvitund). Fyrir þá bók er Lukács frægastur og ekki að ástæðulausu. Hún vakti bæði undrun og skelf- ingu í hópi marxista og var ákaft rædd á 5. þingi Þriðja alþjóðasambandsins. Gagnrýnin var enganveginn það ómálefnalega skítkast sem borgaralegar þjóðsögur vilja vera láta, en bún var æði skörp, einkum frá rússunum sem nú sigldu hraðbyri inní sívaxandi miðstjórnarvald og skriffinnsku og lögðu æ ríkari áherzlu á „kórrétta" hugsun forystunnar. Lukács varð að víkja úr miðstjórn ungverska flokksins og ritstjóm tímaritsins „Kommunismus" sem gefið var út í Vín. En hann lét gagnrýnina sem vind um eyrun þjóta. Sjálfs- gagnrýni hans sá ekki dagsins Ijós fyrren 1934, en hún átti ekki rætur að rekja til þvingana flokksins, heldur leit nú Lukács verkið öðrum augum en áður. Hann hefur þó aldrei snúið baki við sumum grundvallarhugmyndum þessarar bókar, þær eru þvert á móti undirstaða þess sem síðar átti eftir að koma frá hans hendi, svosem skoðana hans á hlutverki frumlagsins (súbjekts- ins) í þekkingarferlinu, mikilvægi Hegels fyrir díalektíska efnishyggju, gildi heildarhugtaksins, marxismanum sem aðferð og könnunar hans á hlutgerv- ingunni. En það er ekki þarmeð sagt að „Geschichte und Klassenbewusstsein“ sé eitthvert hámark allrar snilldar. Samt er mér næst að halda að fátt merki- legra hafi síðan verið skrifað í marxistískum fræðum. Bókin er skrifuð „í hita baráttunnar“ og ber Ijósan vott þeirra andstæðna sem þá einkenndu byltingarhreyfinguna í Evrópu. Hún ber líka vott um and- legan uppruna höfundar síns. Lukácsi tekst hér vissulega að beita díalektík- inni á skapandi hátt, en samtímis situr hann ennþá fastur í söguháspeki Hegels og eskatológíu hans: flokkurinn og ráðstjórnarríkið verða að nokkurs- konar loka- og fullkomnunarstigi sögunnar, á svipaðan hátt og Prússaveldi Friðriks Vilhjáms þriðja hjá Hegel, og verkalýðsstéttin og flokkur hennar öðlast hinn endanlega sögusannleik. Þetta stríðir að sjálfsögðu gegn allri díalektík. Lukács vegur hart að bókstafstrú Kautskys o. fl. og leggur ríka á- herzlu á að marxisminn sé fyrst og fremst aðferð til að kynna veruleika kapí- talismans; þetta aftrar honum samt ekki frá að halda því fram að aðferðin héldi gildi sínu þó að það kæmi á daginn að allar niðurstöður Marx væru rangar! Gegn þessu og öðru hefur Lukács tekið afstöðu síðarmeir. Það gildir 215
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.