Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 12
Tímarit Máls og menningar
gagnslaus við pólitíska stefnumótun. Hugtökin ,vinstrihyggj a‘, ,framfarir‘, og
,frelsi‘ innihalda óteljandi mótsagnir og pólitískar deilur verða ekki til vegna
samþykkis eða höfnunar á slíkum hugtökum.
Þessvegna skulum við viðurkenna núverandi þjóðfélagsveruleika sem
staðreynd og leita að grundvallarátökunum sem einkenna sögu samtímans
í stað þess að hugsa upp auðskilið en árangurslítið hugtak um vinstrihyggju
sem á við á öllum tímum. Þessi átök eru fyrst og fremst stéttaátök, og í
annan stað pólitísk átök. Samt er hin pólitíska barátta ekki einfaldlega stétta-
baráttan yfirfærð í átök á milli flokkanna. Svona er þetta, vegna þess að
skipting í stéttir er ekki sú eina sem möguleg er, og þessi skipting verður
þeim mun flóknari sem stéttirnar eru margskiptari samkvæmt þjóðerni eða
lífsskoðun, auk þess verða pólitískar skiptingar innan stéttanna eftir því sem
hver hópur tekur á sig sjálfstæðara form.
Við þessar aðstœður getur hið pólitíska líf ekki endurspeglað stéttaátökin
hreint og beint, heldur tjáir þau þvert á móti óbeint og óskýrt. Auk þess
hefur þetta aldrei verið öðruvísi, því að annars hefðu öll átök verið leyst
fyrir lifandi löngu. Þessvegna er fullyrðingin, að verkalýðsstéttinni sé
það ævinlega fyrir heztu að tilheyra vinstriöflunum ekki endilega alltaf rétt.
I fyrsta lagi er það ekki eiginleiki vinstriafla að framkvæma hagsmuna-
mál manna á móti vilja þeirra, né heldur að þvinga þá til að þiggja vel-
gerðir sem þeir æskja ekki. í öðru lagi er mögulegt að í vissu landi sé
verkalýðsstéttin undir miklum áhrifum þjóðernisstefnu, samt sem áður fer
vinstrihyggj a ekki að styðja þjóðerniskenndar kröfur; í öðrum löndum er
verkalýðsstéttin rótfest í trúarlegar hefðir, en vissulega er vinstrihyggja
veraldleg hreyfing. Jafnvel þær kröfur sem verkalýðsstétt setur fram, geta
verið í mótsögn við kröfur vinstrihyggju. Til dæmis hafði enska verkalýðs-
stéttin hag af nýlenduarðráni um langan tíma — en vinstrihyggj a er andvíg
nýlendustefnu.
Þetta er ástæðan til þess, að ekki er mögulegt að skilgreina vinstrihyggju
með þeirri fullyrðingu, að hún sé tillitslaus og muni alltaf, hvað sem á geng-
ur, styðja kröfur verkalýðsins, eða að hún sé alltaf á máli meirihlutans.
Vinstrihyggja verður að skilgreinast á grundvelli viss hugarfars, en slík
skilgreining heldur þeim möguleika opnum, að hún muni í mörgum tilfellum
lenda í minnihluta. Jafnvel þótt í dag fyrirfinnist engir vinstrisinnar sem
ekki eru samtvinnaðir baráttu verkalýðshreyfingarinnar, jafnvel þótt engar
vinstri hugmyndir verði framkvæmdar óháð stéttaþj óðfélaginu, og jafnvel
þótt vinstrihreyfing verði aðeins til fyrir tilstilli baráttu hinna kúguðu, þá
90