Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 17
Merking hugtaksins ,vinstri‘
lýðræÖislegum slagorðum, sem notuð eru til að dylja auðvaldsríkið. Aðeins
á þennan hátt getur vinstrihyggja haldið sérstakri og aðskildri afstöðu sinni,
sem er nú í minnihluta. Þrátt fyrir það óskar vinstrihreyfing ekki eftir að
verða í meirihluta hvað sem það kostar.
Við núverandi aðstæður er megináherzla vinstrihyggju hugmyndafræði-
leg. Nánar skilgreint, er um að ræða skýra aðgreiningu á hugmyndafræði og
núverandi pólitískum aðferðum. Vinstrihyggja hafnar ekki málamiðlun við
raunveruna, svo framarlega sem tekið er fram að um málamiðlun sé að ræða.
En hún mun alltaf standa gegn hverskonar tilraunum til að hagræða hug-
myndafræðinni í samræmi við augnabliksnauðsyn, eða í samræmi við
nauðsynlega eftirgjöf eða breytingu á aðferðum. Þó að vinstrihyggja sjái
stundum að hún er getulaus gagnvart einhverjum glæp, þá neitar hún að nefna
glæpi „blessun".
Þetta er vissulega ekkert smá- eða aukaatriði. Pólitískur flokkur, sem
grundvallast ekki á ekta hugmyndafræði, getur haldizt í horfinu í langan
tíma, en hann fellur eins og spilahorg þegar erfiðleikar steðja að. Gott dæmi
er Alþýðuflokkurinn.3 Vinstrihreyfing sem lætur hugmyndafræðina sitja á
hakanum vegna aðferða hvers tíma, hlýtur að ganga úr sér og bíða ósigur.
Hún getur aðeins tórað fyrir tilstilli máttar og þrúgunargetu ríkisins. Vits-
munalegt og siðrænt gildismat kommúnismans er ekki fínt skraut fyrir at-
hafnirnar, heldur hreint og beint skilyrði fyrir tilveru hreyfingarinnar.
Þessvegna er svona erfitt að byggja upp vinstri sósíalisma í afturhaldssömu
landi. Kommúnísk hreyfing, sem byggist eingöngu á aðferðum, og lætur
upprunalegar vitsmunalegar og siðrænar forsendur sínar sigla lönd og leið,
hættir að vera vinstri hreyfing. Þessvegna hefur orðið ‘sósíalismi’ öðlazt ýms-
ar merkingar, og er ekki lengur samrætt orðinu ‘vinstri’. Og þetta er ástæða
þess, að nauðsynlegt er að endurvekja hugtakið ‘vinstri’ — einnig til þess að
við getum ákveðið nánar merkingu slagorða sem kennd eru við sósíalisma.
Þessvegna mælum við með nafninu „vinstri sósíalismi“.
Án þess að láta af neinni forsendu sinni, eru vinstrisinnar auðvitað til-
búnir að gera bandalög við hverskonar hópa, sama hve litlir, og með hvers-
konar „vinstri sjónarmiðum“ hvaðan sem þau eru upprunnin. En þeir þver-
taka fyrir nokkurn stuðning við hægri aðstæður eða athafnir; eða ef þeir
eru neyddir með þvingunum til að gera slíkt, þá verða vinstrisinnar að
nefna slíkt „þvinganir“ og forðast að leita hugmyndafræðilegrar réttlætingar
á þvílíku atferli.
Vinstrisinnar vita að þessar kröfur virðast óverulegar, og gera sér Jjóst að
95