Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 17
Merking hugtaksins ,vinstri‘ lýðræÖislegum slagorðum, sem notuð eru til að dylja auðvaldsríkið. Aðeins á þennan hátt getur vinstrihyggja haldið sérstakri og aðskildri afstöðu sinni, sem er nú í minnihluta. Þrátt fyrir það óskar vinstrihreyfing ekki eftir að verða í meirihluta hvað sem það kostar. Við núverandi aðstæður er megináherzla vinstrihyggju hugmyndafræði- leg. Nánar skilgreint, er um að ræða skýra aðgreiningu á hugmyndafræði og núverandi pólitískum aðferðum. Vinstrihyggja hafnar ekki málamiðlun við raunveruna, svo framarlega sem tekið er fram að um málamiðlun sé að ræða. En hún mun alltaf standa gegn hverskonar tilraunum til að hagræða hug- myndafræðinni í samræmi við augnabliksnauðsyn, eða í samræmi við nauðsynlega eftirgjöf eða breytingu á aðferðum. Þó að vinstrihyggja sjái stundum að hún er getulaus gagnvart einhverjum glæp, þá neitar hún að nefna glæpi „blessun". Þetta er vissulega ekkert smá- eða aukaatriði. Pólitískur flokkur, sem grundvallast ekki á ekta hugmyndafræði, getur haldizt í horfinu í langan tíma, en hann fellur eins og spilahorg þegar erfiðleikar steðja að. Gott dæmi er Alþýðuflokkurinn.3 Vinstrihreyfing sem lætur hugmyndafræðina sitja á hakanum vegna aðferða hvers tíma, hlýtur að ganga úr sér og bíða ósigur. Hún getur aðeins tórað fyrir tilstilli máttar og þrúgunargetu ríkisins. Vits- munalegt og siðrænt gildismat kommúnismans er ekki fínt skraut fyrir at- hafnirnar, heldur hreint og beint skilyrði fyrir tilveru hreyfingarinnar. Þessvegna er svona erfitt að byggja upp vinstri sósíalisma í afturhaldssömu landi. Kommúnísk hreyfing, sem byggist eingöngu á aðferðum, og lætur upprunalegar vitsmunalegar og siðrænar forsendur sínar sigla lönd og leið, hættir að vera vinstri hreyfing. Þessvegna hefur orðið ‘sósíalismi’ öðlazt ýms- ar merkingar, og er ekki lengur samrætt orðinu ‘vinstri’. Og þetta er ástæða þess, að nauðsynlegt er að endurvekja hugtakið ‘vinstri’ — einnig til þess að við getum ákveðið nánar merkingu slagorða sem kennd eru við sósíalisma. Þessvegna mælum við með nafninu „vinstri sósíalismi“. Án þess að láta af neinni forsendu sinni, eru vinstrisinnar auðvitað til- búnir að gera bandalög við hverskonar hópa, sama hve litlir, og með hvers- konar „vinstri sjónarmiðum“ hvaðan sem þau eru upprunnin. En þeir þver- taka fyrir nokkurn stuðning við hægri aðstæður eða athafnir; eða ef þeir eru neyddir með þvingunum til að gera slíkt, þá verða vinstrisinnar að nefna slíkt „þvinganir“ og forðast að leita hugmyndafræðilegrar réttlætingar á þvílíku atferli. Vinstrisinnar vita að þessar kröfur virðast óverulegar, og gera sér Jjóst að 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.