Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 23
Um byltingaróþreyju horfinu til framleiðsluskipulags og skiptingar gæða í þjóðfélagi sem hefur hrundið af sér oki kapítalismans. En krafan um tafarlaust afnám ríkisvaldsins, sem felur í sér að alræði öreiganna er hafnað, bregður einnig skýru Ijósi á eðli anarkismans almennt, í öðrum og ólíkum samböndum. Á sama hátt og anarkistar eru á móti ríkisvaldi skilyrðislaust — án tillits til tíma eða aðstæðna —, þá eru þeir alltaf og ævinlega mótfallnir því að nálgast markmið sín eftir óbeinum leið- um, með aðferðum sem ekki eru í sjálfum sér uppfylling þess sem keppt er að. Þeim finnst það vera sjálfsagt mál að það dýrmœtasta — sem að þeirra dómi er réttilega frelsi einstaklingsins — skuli einnig alltaf koma jyrst, enda eru þeir í sífellu að reyna að stíga annað, þriðja eða síðasta skrefið á undan fyrsta skrefinu, sem er nauðsynleg forsenda hinna. Þeir kjósa að leiða hjá sér hugsanlega erfiðleika við framkvæmd áforma sinna. Þeir hafna öllum leiðum sem færa þá ekki nema óbeint nær settu marki og þykir fánýtt að reyna að þróa skilyrði þess að unnt verði síðar meir að ná markmiðum þeirra; það verður allt að gerast í nœstu andrá. Vert er að athuga hvernig á þessu stendur. Sambandið á milli hugsunar og veruleika, á milli dómgreindar og þess sem um er dæmt hefur að sjálfsögðu brenglazt þarna. Og vissulega mætti auðkenna afstöðuna með orðunum „þekkingarskortur", „grunnur skilningur á starfsemi þjóðfélagsins“, „kunn- áttuleysi í vísindalegum vinnubrögðum“ o. þ. u. 1. Þeir sem telja að ofan- greind lýsing hrökkvi til skýringar geta bent á æpandi viðvaningsbraginn á heimspeki Proudhons, hið kynlega samansóp mótsagnakenndra þanka- brota í ritum Bakúníns, dæmalausa flatneskjuna í úníversalheimspeki Kro- potkins, í söguskilningi hans og siðfræði. En ef farið er að huga að því hvers kyns þær hvatir eru sem þekkingarskortur þessi leysir úr læðingi, rekst maður á alveg sérstaka tegund óskhyggjuhugmynda, sem gjarnan orka eins og vímulyf á hyltingarsinna, nema kröftugt meðal komi á móti. Og þessi vinstri óskhyggja, þetta ópíum fyrir sósíalista, sem miklar í þeirra augum áhrifamátt eigin gerða og villir þeim svo sjónir að þeim finnst þeir vera að snöggflýta þróun mannkynssögunnar, — þetta er það sem ég hef kallað byltingaróþreyju. Það er ekki að ófyrirsynju að orðið ópíum er notað hér. Það minnir á „ópíum fólksins” — trúarbrögðin — og því er ætlað að minna á það. í orðunum sem tilfærð voru eftir Jean Grave og Cohn-Bendit bræðrunum hér að framan má greinilega kenna örvæntinguna vegna endanleika mannlegs lífs og sjálfsblekkinguna sem mögnuð er upp til varnar gegn henni. Jafn 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.