Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 23
Um byltingaróþreyju
horfinu til framleiðsluskipulags og skiptingar gæða í þjóðfélagi sem hefur
hrundið af sér oki kapítalismans.
En krafan um tafarlaust afnám ríkisvaldsins, sem felur í sér að alræði
öreiganna er hafnað, bregður einnig skýru Ijósi á eðli anarkismans almennt,
í öðrum og ólíkum samböndum. Á sama hátt og anarkistar eru á móti
ríkisvaldi skilyrðislaust — án tillits til tíma eða aðstæðna —, þá eru þeir
alltaf og ævinlega mótfallnir því að nálgast markmið sín eftir óbeinum leið-
um, með aðferðum sem ekki eru í sjálfum sér uppfylling þess sem keppt er
að. Þeim finnst það vera sjálfsagt mál að það dýrmœtasta — sem að þeirra
dómi er réttilega frelsi einstaklingsins — skuli einnig alltaf koma jyrst, enda
eru þeir í sífellu að reyna að stíga annað, þriðja eða síðasta skrefið á undan
fyrsta skrefinu, sem er nauðsynleg forsenda hinna. Þeir kjósa að leiða hjá
sér hugsanlega erfiðleika við framkvæmd áforma sinna. Þeir hafna öllum
leiðum sem færa þá ekki nema óbeint nær settu marki og þykir fánýtt að
reyna að þróa skilyrði þess að unnt verði síðar meir að ná markmiðum
þeirra; það verður allt að gerast í nœstu andrá.
Vert er að athuga hvernig á þessu stendur. Sambandið á milli hugsunar og
veruleika, á milli dómgreindar og þess sem um er dæmt hefur að sjálfsögðu
brenglazt þarna. Og vissulega mætti auðkenna afstöðuna með orðunum
„þekkingarskortur", „grunnur skilningur á starfsemi þjóðfélagsins“, „kunn-
áttuleysi í vísindalegum vinnubrögðum“ o. þ. u. 1. Þeir sem telja að ofan-
greind lýsing hrökkvi til skýringar geta bent á æpandi viðvaningsbraginn á
heimspeki Proudhons, hið kynlega samansóp mótsagnakenndra þanka-
brota í ritum Bakúníns, dæmalausa flatneskjuna í úníversalheimspeki Kro-
potkins, í söguskilningi hans og siðfræði. En ef farið er að huga að því hvers
kyns þær hvatir eru sem þekkingarskortur þessi leysir úr læðingi, rekst
maður á alveg sérstaka tegund óskhyggjuhugmynda, sem gjarnan orka eins
og vímulyf á hyltingarsinna, nema kröftugt meðal komi á móti. Og þessi
vinstri óskhyggja, þetta ópíum fyrir sósíalista, sem miklar í þeirra augum
áhrifamátt eigin gerða og villir þeim svo sjónir að þeim finnst þeir vera að
snöggflýta þróun mannkynssögunnar, — þetta er það sem ég hef kallað
byltingaróþreyju.
Það er ekki að ófyrirsynju að orðið ópíum er notað hér. Það minnir á
„ópíum fólksins” — trúarbrögðin — og því er ætlað að minna á það. í
orðunum sem tilfærð voru eftir Jean Grave og Cohn-Bendit bræðrunum hér
að framan má greinilega kenna örvæntinguna vegna endanleika mannlegs
lífs og sjálfsblekkinguna sem mögnuð er upp til varnar gegn henni. Jafn
101