Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 35
Upphaf íslenzkra nútímabókmennta í „Bréfi til Láru“ koma tengslin milli íslands og umheimsins ótvíræðast fram, þar sem Þórbergur virðir heiminn og ísland fyrir sér frá sama sjónar- horni þeirrar hugmyndafræði, sem hann er innra með sér sannfærður um. Hin sósíalíska kenning um þjóðfélagið og þróun þess veitir Þórbergi örugga fótfestu og framtíðarsýn, sem bæði hin skáldin skortir. Þórbergur veitist að heiminum og íslandi með þjóðfélagslegri gagnrýni, og kemst með því að nið- urstöðum, sem aldrei áður höfðu verið settar fram jafn skorinort í íslenzkum bókmenntum. Niðurlæging mannlífsins og andstæður samtímans eiga á ís- landi eins og í umheiminum rætur sínar að rekja til þjóðskipulagsins, sem byggist á veldi peninganna. Frá þessu sjónarmiði tókst Þórbergi bezt þeirra þremenninga að sameina vandamál heimsins og íslands. Hann gerir fyrstur úttekt á íslandi sem auðvaldslandi og tengir framtíð þess við framtíðarhorfur heimsins. Þetta er líka úrræði heimskenndar Þórbergs, sem er allt annars eðl- is en heimskennd höfundar „Vefarans mikla“. Hún er húmanísk alþjóða- hyggja. Vegna þess er hann líka alveg laus við alla óraunsæja dýrkun á eigin þjóð. Það ásamt þjóðfélagsgagnrýni hans leiddi af sér í „Bréfi til Láru“ hina hrellandi ádeilu á íslenzka bóndann og jafnvel bændamenninguna marglof- uðu, sem hafði verið álitin helztu verðmæti þúsund ára tilveru íslands. Þór- bergur áréttar víða skáldskapar- og frásagnarhæfileika íslenzks almennings og aðdáun sína á alþýðuskáldunum. En hann viðurkennir ekki, að það hafi verið bændamenningin, sem hóf íslenzku stórskáldin upp úr meðalmennskunni. Þau bjuggu þvert á móti við skilningsleysi og áttu við basl og þrengingar að stríða. Með bændamenningunni á hann við lifnaðarhætti sveitanna í heild, efnalega menningu, menntunarstig og félagslegar aðstæður. Allt þetta gagnrýnir hann og ályktar, að íslenzka bændamenningin sé svo vanþróuð, að hún geti ekki verið frjór jarðvegur fyrir sköpun bókmennta. Dýrkun sveitalífsins telur hann huglausan flótta frá vandamálum samtímans og merki um makráðan smáborg- araskap og þjóðrembing. Hann skrifar: „Andlegi dauðinn hefst með værð, sívaxandi stemningaslj óleik, hugsjónarhruni og ást á sveitalífi. Aðeins and- lega dauðir aumingjar þrá rósemi sveitalífsins. Órói og menning borgarlífs- ins er þeim viðbjóður. Það raskar rósemi þeirra.“ Hann sakar bændurna um íhaldsemi gagnvart öllum efnislegum og andlegum framförum. Sjálfur leggur hann áherzlu á ást sína til sveitafólksins, sem hann er kominn af, ósk- ar einskis annars frekar en að því fari fram. En til þess þarf það að skilja kall tímans, sem það lifir í, en búa ekki aðgerðalaust við kjör forfeðra sinna. Hann skrifar: „Það var þáverandi þjóðfélagsskipulag, sem gerði forfeður ykkar að ræflum. Það er núverandi þjóðfélagsskipulag, sem meinar ykkur að 8 TMM 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.