Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 36
Timarit Máls og menningar
verða að mönnum. Það treður ykkur eins og mara. En ykkur skortir mennt-
un að sjá, hvað það er í raun og veru, er þjakar ykkur mest. Það er auð-
valdsskipulagið, sem er að drepa ykkur. Og það drepur ykkur, ef þið rísið
ekki gegn því.“ Þetta var algerlega ný afstaða til íslenzka bændaþj óðfélags-
ins, þó hún reyndist ekki svo einstæð nokkrum árum síðar. í „Bréfi til Láru“
lýsir Þórbergur stríði á hendur ógagnrýninni dýrkun hugtakanna sveitalíf og
þjóð, stríði, sem Laxness hélt áfram í bókum sínum og átti eftir að valda
talsverðum umbrotum í íslenzku þjóðlífi eins og fram kom á fjórða áratug
aldarinnar.
En við megum ekki þeysa framúr rás viðburðanna í hugleiðingum um Lax-
ness, því að sú afstaða hans til Islands, sem fram kemur í „Vefaranum mikla“,
er enn æði ólík sjónarmiðum höfundar „Sölku Völku“, „Sjálfstæðs fólks“ o.s.
frv. ísland í „Vefaranum mikla“ er helzti ásteytingarsteinn í uppbyggingu
skáldsögunnar. Eins og áður segir, telur Steinn Elliði sig fyrst og fremst vera
íslenzkan Vesturevrópumann. Það sem dregur hann að íslandi — auk stúlk-
unnar Diljár — og vekur honum stundum ákafa þrá til ættlandsins, er
íslenzk náttúra. Hann fyrirlítur borgaralegt umhverfi fjölskyldu sinnar, enda
þekkir hann ekki annað. Fyrst finnst honum ísland vera of þröngt til að snilli-
gáfa hans fái notið sín, en síðan flýr hann landið, því að það er gegn vilja
hans að gera hann mennskan. Það dálæti sem hann fær á óbreyttu sveitafólki
í síðustu heimsókn sinni til íslands, er ástríðufullt og sannfærandi. Kaflanum
lýkur með heitstrengingu: „Ég kasta ham hins yfirnáttúrlega skrímslis og hef
nýtt líf, mennskur maður, þegn í ríki veruleikans, einfaldur sonur þjóðar
minnar ... Ekkert getur verið meira um vert en vera góður íslendingur.“ Það
mætti virðast sem Steinn Elliði hefði loksins fundið sjálfan sig, köllun sína í
lífinu. En í síðustu bók skáldsögunnar finnum við hann samt í faðmi kaþólsku
kirkjunnar, en hvergi annarsstaðar þorir hann að lifa og deyja. Afmennskun
hans er meiri en nokkru sinni fyrr. „Maðurinn er blekkíng“, eru hans síðustu
orð, „allt er blekking nema guð.“
Það er dálítið athyglisvert, að bæði Nordal og Laxness tjá í næstsíðustu
þáttum sagna sinna íslenzkri alþýðu virðingu sína og ást, en í lokaþáttunum
senda þeir söguhetjur sínar burt frá henni: Nordal í ríki Heljar, Laxness í
kaþólskt klaustur. Við nánari athugun skáldsögunnar „Vefarinn mikli“ kemur
í ljós, að höfuðlistgalli hennar felst í ósamræmi milli kaflanna, sem gerast á
íslandi og hinna. Gallinn stafar af ósamræmi hugmyndanna. Svo virðist, sem
Steinn Elliði hafi knúið heila sinn að leita til Guðs, meðan hjartað dregur
hann að íslandi og mannfólkinu. Það er auðvelt að sýna fram á það, að þetta
114