Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 59
Um íslenzka þjóðhœtti
þegar frá líöur, þótt þeim þyki einatt sem þesskonar fræði verði einna sízt
látin í askana, meðan þau eru enn í fersku minni. En ef við víkjum t. d. að
list 20. aldarinnar, kvikmyndalistinni, eða sviðsetningu leikrita, sem gerast
eiga á horfnum tíma, þá er kunnara en upp þurfi að telja, hversu menn
renna einatt átakanlega blint í sjóinn í þeim efnum. Ekki hara af óvandvirkni,
heldur þekkingarleysi og skorti á tiltækum heimildum. Hver mundi t. d. ekki
fagna því, ef til væru smásmugulegar þjóðháttalýsingar frá dögum Galdra-
Lofts eða Marðar Valgarðssonar?
Það er ekki auðgjört að meta sinn eigin samtíma, og við vitum ekki með
vissu, hversu vel hann varðveitist fyrir komandi kynslóðir í öllu því prentaða
máli, sem út er gefið, segulböndum, ljósmyndum og kvikmyndum. Sjálfsagt
verður auðveldara að vinna úr þessu efni einhverja samfellda mvnd en þegar
ekkert slíkt er við að styðjast, eins og lengst af hefur verið. En samt gæti
sú mvnd orðið ærið villandi, ef ekki hefur heinlínis verið safnað efni með
forsiá og af ásettu ráði.
Ef við ætluðum til dæmis að lýsa einhverjum stórum vinnustað eftir slíkum
gögnum. þ. á m. vinnubrögðum og aðbúnaði starfsfólks. há gæti myndin
orðið allólík eftir því, hvort farið væri eftir stjórnarhlaði eða stjórnarand-
stöðublaði. málgagni atvinnurekanda eða launþega. Sömuleiðis gæti revnzt
varasamt að fara í lýsingu verkfæris eða heimilistækis eftir gömlum aug-
Ivsingum eða útlistunum í sölupésum fyrirtækja, því að þar er aldrei getið um
annað en hina jákvæðu hlið. — Og þannig er það í rauninni einnig um ritaðar
heimildir frá fyrri öldum, sem reynt er að draga ályktanir af. Við vitum ekki
með vissu, hvað af því er óafvitandi áróður eða a. m. k. nöldur og kvartanir,
sem stundum geta átt sér persónulegar sálrænar orsakir. Klaufskur maður
skellir kannski skuldinni á verkfærið fremur en sjálfan sig, en sé hann penna-
fær. getur lýsing hans orðið mönnum síðari tíma að einskonar trúaratriði
um þetta tiltekna áhald. Á öðru er þó ekki unnt að byggja, fyrr en skipuleg
þjóðháttasöfnun hefst. En slík söfnun er ekki gömul í hettunni hér á landi.
Hið fyrsta af slíku tagi, sem það nafn er gefandi, er alveg samferða þjóð-
sagnasöfnuninni: þ. e. hin alkunna Áskorun fornleifanefndarinnar í Kaup-
mannahöfn árið 1817 til embættismanna á íslandi, þar sem m. a. er beðið
„um sögusagnir meðal almúgans um fommenn, merkileg pláss, fornan átrún-
að eður hjátrú á ýmsum hlutum, sérlega viðburði osfrv.“ — Heldur lítill
afrakstur varð þó af þessari umleitan.
Þá kemur, varðandi fyrirhugaða íslandslýsingu Hins íslenzka bókmennta-
félags, spurningalisti til allra presta á landinu árið 1839. En í 58. grein er um
137