Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 60
Tímarit Máls og menningar það spurt, hvað menn hafi til skemmtunar, og 69. spurning hljóðar svo: „Eru nokkrar fornsögur manna á milli og hverjar eður fáheyrð fornkvæði og hver?“ — Sóknarlýsingar prestanna eru til úr flestum héröðum og oft mikið á þeim að græða óbeint, en um þjóðháttaefni skrifa þeir sjaldnast beinlínis, enda naumast um það spurt. Og hér er sú skyssa gerð að mati okkar nútíma- manna, að spyrja aðallega um fálieyrða, hluti. Okkur væri jafnkært að eiga það nú, sem allir töldu ómerka húsganga árið 1840. Árið 1845 gerist einkum tvennt. Hið konunglega norræna fornfræðafélag sendir ávarp og boðsbréf til íslendinga um fornritaskýrslur og fornsögur, og segir þar m. a.: „Þá eru leikar og öll aðferð og þulur eða formálar sem þar eru hafðir við bæði meðal barna og fullorðinna. Þá alls konar forn átrúnaður úr heiðni eður úr pápískri öld þó nú sé kallað hjátrú, t. a. m. spásagnir, fyrirburðir, sjónir, afturgöngur, draugar, svipir, vofur, fylgjur, sendingar, útburðir, upp- vakningar, tilberar eða snakkar, heillanir, gandreiðir, flæðarmús, gjald- buxur, glímugaldur, brýnugaldur, fornar særingaþulur eða bænir, stafir, rúnir og ristingar sem hafðar hafa verið til forneskju og þess konar; um allt hvað trú hefur verið höfð á til lækninga, um veðurmerki, um dagsmörk og hversu þau svari til klukkustunda; nöfn á ýmsu á lofti, jörðu eða sjó sem dregur nafn af fornum átrúnaði eða er sprottið upp á íslandi fyrr eða síðar og á einhvern hátt er merkilegt og fáheyrt.4'1 íslendingar veittu þessu að vísu litla áheyrn, en sendu þó sitt af hverju viðvíkjandi fornfræði, og vissulega hefur boðsbréf hins konunglega félags vakið einhverja til hugsunar um þvílík efni. En það virðist um leið hafa komið við vaknandi þjóðerniskennd á þessum tíma, því að sumum finnst þarf- leysa að senda frekari fróðleik út úr landinu en orðið var, þótt ekki væri það annað en tröllasögur og önnur markleysa. Fyrst ætti að ginna út úr mönnum hjátrú og bábiljur og gera svo háð að öllu á eftir, eða brenna það, eins og Árni Magnússon hefði gjört á sinni tíð, eftir að hann hefði ruplað sögum og handritum úr landinu og flutt til Danmerkur. En sama árið, 1845, tóku einmitt tveir íslendingar, Jón Árnason og Magnús Grímsson, sig saman um að safna þessháttar efni, og ekki aðeins þjóðsögum, kvæðum, þulum og gátum, heldur einnig kreddum og öðru af því taginu. Eins og menn vita, gekk söfnun þeirra heldur treglega í fyrstu, eða þar til sá mikli maður, prófessor dr. Konráð Maurer, kom til sögunnar á árunum 1858 —1860 og útlendingasnobb íslendinga hleypti nýjum krafti í söfnun Jóns Árnasonar. Jón sendi nú nýja hugvekju til vina sinna og fræðimanna á ís- 138
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.