Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 60
Tímarit Máls og menningar
það spurt, hvað menn hafi til skemmtunar, og 69. spurning hljóðar svo:
„Eru nokkrar fornsögur manna á milli og hverjar eður fáheyrð fornkvæði og
hver?“ — Sóknarlýsingar prestanna eru til úr flestum héröðum og oft mikið
á þeim að græða óbeint, en um þjóðháttaefni skrifa þeir sjaldnast beinlínis,
enda naumast um það spurt. Og hér er sú skyssa gerð að mati okkar nútíma-
manna, að spyrja aðallega um fálieyrða, hluti. Okkur væri jafnkært að eiga
það nú, sem allir töldu ómerka húsganga árið 1840.
Árið 1845 gerist einkum tvennt. Hið konunglega norræna fornfræðafélag
sendir ávarp og boðsbréf til íslendinga um fornritaskýrslur og fornsögur,
og segir þar m. a.:
„Þá eru leikar og öll aðferð og þulur eða formálar sem þar eru hafðir við
bæði meðal barna og fullorðinna. Þá alls konar forn átrúnaður úr heiðni
eður úr pápískri öld þó nú sé kallað hjátrú, t. a. m. spásagnir, fyrirburðir,
sjónir, afturgöngur, draugar, svipir, vofur, fylgjur, sendingar, útburðir, upp-
vakningar, tilberar eða snakkar, heillanir, gandreiðir, flæðarmús, gjald-
buxur, glímugaldur, brýnugaldur, fornar særingaþulur eða bænir, stafir, rúnir
og ristingar sem hafðar hafa verið til forneskju og þess konar; um allt hvað
trú hefur verið höfð á til lækninga, um veðurmerki, um dagsmörk og hversu
þau svari til klukkustunda; nöfn á ýmsu á lofti, jörðu eða sjó sem dregur
nafn af fornum átrúnaði eða er sprottið upp á íslandi fyrr eða síðar og á
einhvern hátt er merkilegt og fáheyrt.4'1
íslendingar veittu þessu að vísu litla áheyrn, en sendu þó sitt af hverju
viðvíkjandi fornfræði, og vissulega hefur boðsbréf hins konunglega félags
vakið einhverja til hugsunar um þvílík efni. En það virðist um leið hafa
komið við vaknandi þjóðerniskennd á þessum tíma, því að sumum finnst þarf-
leysa að senda frekari fróðleik út úr landinu en orðið var, þótt ekki væri það
annað en tröllasögur og önnur markleysa. Fyrst ætti að ginna út úr mönnum
hjátrú og bábiljur og gera svo háð að öllu á eftir, eða brenna það, eins og
Árni Magnússon hefði gjört á sinni tíð, eftir að hann hefði ruplað sögum og
handritum úr landinu og flutt til Danmerkur.
En sama árið, 1845, tóku einmitt tveir íslendingar, Jón Árnason og Magnús
Grímsson, sig saman um að safna þessháttar efni, og ekki aðeins þjóðsögum,
kvæðum, þulum og gátum, heldur einnig kreddum og öðru af því taginu.
Eins og menn vita, gekk söfnun þeirra heldur treglega í fyrstu, eða þar til sá
mikli maður, prófessor dr. Konráð Maurer, kom til sögunnar á árunum 1858
—1860 og útlendingasnobb íslendinga hleypti nýjum krafti í söfnun Jóns
Árnasonar. Jón sendi nú nýja hugvekju til vina sinna og fræðimanna á ís-
138