Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 61
Um íslenzka þjóðhœtti landi, og árangurinn birtist síðan í íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum, sem komu út í Leipzig árin 1862—64. Fram að þessu hafði þó aðaláherzlan verið lögð á söfnun þj óðsagna. Kvæði, gátur og þulur voru einskonar aukageta, svo að ekki sé minnzt á það, sem nær stóð þjóðháttum, eins og hjátrú, kreddur, venjur, eða leikir og aðrar skemmtanir. Slíkt efni er ekki nema tvö prósent af þessu mikla safni Jóns Árnasonar. Jón áformaði að vísu að gefa út það af slíku efni, sem hann hafði þá safnað, en sú útgáfa dróst fram á elliár Jóns, svo að annar maður, Ólafur Davíðsson, varð til þess að auka það stórkostlega og gefa út í hinu kunna verki, íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur á árunum 1887—1903. Af öðrum söfnurum þjóðháttaefnis kringum aldamótin er helzt að nefna Jón Þorkelsson, Pálma Pálsson, Sæmund Eyjólfsson og Odd Björnsson, svo og Þorvald Thoroddsen, en auk alls annars safnaði Þorvaldur nokkru af því, sem hann kallaði menningarsögulegt efni, og einmitt ýmsum upplýsingum, sem áður hafði lítið verið sinnt, svo sem um húsaskipan og vinnubrögð. En með Oddi Björnssyni starfaði um hríð sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili, og er þá komið að þeim manni, sem öðrum fremur verð- skuldar að heita faðir eða brautryðjandi þjóðháttarannsókna á íslandi. Hér er naumast ástæða til að fjölyrða um ævi og störf Jónasar frá Hrafna- gili, svo alkunn sem þau eru. Þess skal aðeins getið, að Jónas, sem lagði gjörva hönd á margt í hjáverkum sínum, svo sem skáldsagnaritun, þýðingar, orðabókarsamningu, kennslubókarsmíð í reikningi og málfræði, auk staf- rófskvers, hann virðist ekki hafa komizt í tæri við þjóðháttarannsóknir öðru fremur, fyrr en hann er kominn yfir fimmtugt og gefur út bókina Þjóðtrú og þjóðsagnir á vegum Odds Björnssonar á Akureyri árið 1908, aðeins 10 árum fyrir andlát sitt. í þeirri bók eru að vísu eintómar sögur, en í formálanum skiptir Jónas þjóðlegum fræðum í 5 flokka, og eru venjur, þjóðsiðir og þjóð- trú í sérstökum flokki. Um hann er komizt svo að orði: „Þjóðsiðir að fornu og nýju hafa enn ekki verið í neinu verulegu rannsak- aðir á landi hér, og er það skaði mikill og allar líkur til, að margt sé nú horfið og týnt, sem áður var. Siðir þessir standa í mörgu sambandi við þjóð- trúna og annan átrúnað, sem hafður hefur verið á ýmsu, og væri öll þörf á að leggja alúð við að safna leifum þeim, sem eftir eru af þeim menjum. Eru þar margvíslegar kreddur og atriði, sem um er vert að tala, en því miður lítið sem ekkert verið um ritað.“2 Árið eftir, 1909, sendir Jónas svo út spurningalista, sem allsekki tekur þjóðsögur með, og er í honum minnzt á öll aðalatriðin, sem síðar komu 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.