Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 61
Um íslenzka þjóðhœtti
landi, og árangurinn birtist síðan í íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum,
sem komu út í Leipzig árin 1862—64.
Fram að þessu hafði þó aðaláherzlan verið lögð á söfnun þj óðsagna.
Kvæði, gátur og þulur voru einskonar aukageta, svo að ekki sé minnzt á
það, sem nær stóð þjóðháttum, eins og hjátrú, kreddur, venjur, eða leikir og
aðrar skemmtanir. Slíkt efni er ekki nema tvö prósent af þessu mikla safni
Jóns Árnasonar. Jón áformaði að vísu að gefa út það af slíku efni, sem
hann hafði þá safnað, en sú útgáfa dróst fram á elliár Jóns, svo að annar
maður, Ólafur Davíðsson, varð til þess að auka það stórkostlega og gefa út
í hinu kunna verki, íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur á árunum
1887—1903. Af öðrum söfnurum þjóðháttaefnis kringum aldamótin er
helzt að nefna Jón Þorkelsson, Pálma Pálsson, Sæmund Eyjólfsson og Odd
Björnsson, svo og Þorvald Thoroddsen, en auk alls annars safnaði Þorvaldur
nokkru af því, sem hann kallaði menningarsögulegt efni, og einmitt ýmsum
upplýsingum, sem áður hafði lítið verið sinnt, svo sem um húsaskipan og
vinnubrögð. En með Oddi Björnssyni starfaði um hríð sr. Jónas Jónasson
frá Hrafnagili, og er þá komið að þeim manni, sem öðrum fremur verð-
skuldar að heita faðir eða brautryðjandi þjóðháttarannsókna á íslandi.
Hér er naumast ástæða til að fjölyrða um ævi og störf Jónasar frá Hrafna-
gili, svo alkunn sem þau eru. Þess skal aðeins getið, að Jónas, sem lagði
gjörva hönd á margt í hjáverkum sínum, svo sem skáldsagnaritun, þýðingar,
orðabókarsamningu, kennslubókarsmíð í reikningi og málfræði, auk staf-
rófskvers, hann virðist ekki hafa komizt í tæri við þjóðháttarannsóknir öðru
fremur, fyrr en hann er kominn yfir fimmtugt og gefur út bókina Þjóðtrú og
þjóðsagnir á vegum Odds Björnssonar á Akureyri árið 1908, aðeins 10 árum
fyrir andlát sitt. í þeirri bók eru að vísu eintómar sögur, en í formálanum
skiptir Jónas þjóðlegum fræðum í 5 flokka, og eru venjur, þjóðsiðir og þjóð-
trú í sérstökum flokki. Um hann er komizt svo að orði:
„Þjóðsiðir að fornu og nýju hafa enn ekki verið í neinu verulegu rannsak-
aðir á landi hér, og er það skaði mikill og allar líkur til, að margt sé nú
horfið og týnt, sem áður var. Siðir þessir standa í mörgu sambandi við þjóð-
trúna og annan átrúnað, sem hafður hefur verið á ýmsu, og væri öll þörf á að
leggja alúð við að safna leifum þeim, sem eftir eru af þeim menjum. Eru
þar margvíslegar kreddur og atriði, sem um er vert að tala, en því miður lítið
sem ekkert verið um ritað.“2
Árið eftir, 1909, sendir Jónas svo út spurningalista, sem allsekki tekur
þjóðsögur með, og er í honum minnzt á öll aðalatriðin, sem síðar komu
139