Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 78
Tímarit Máls og menningar
Það er algengt að útskrifaðir tæknimenn og vísindamenn viti nær ekkert
um sögu vísindagreinar sinnar eða heimspekilega undirstöðu vísinda —
slíkt nám verður oftast útundan, einkum í tækniskólum.
Mönnum er þó gagnlegt og nauðsynlegt að kunna einhver skil á viðfangs-
efnum ýmislegra vísinda, helzt allra vísindagreina, og vita hver áhrif þeirra
eru og hafa verið, til að hreyta umhverfi manna og daglegu lífi.
En auðvitað verða menn ekki alfræðingar í vísindum með þessu móti. Sá
tími er löngu liðinn, að menn geti verið jafnvígir á allar vísindagreinar
tæknilegar og húmaniskar.
Kennsla í náttúruvísindum, sérstaklega í byrjun náms í háskóla þarf að
fjalla um rökfræðilega og heimspekilega undirstöðu vísinda almennt, þ. e.
a. s. vísindalega aðferð, heimspeki og sögu náttúruvísinda. Þetta ætti fyrst og
fremst að vera verkefni hinna svonefndu forspj allsvísinda.
Leggja ætti áherzlu á grundvallaratriði eða undirstöðuatriði í hverri grein,
skilning og kunnáttu í að beita vísindalegri aðferð. Ekki ætti að skylda nem-
endur til að læra utanað mikinn fjölda staðreynda, sem unnt er að fletta upp
í bókum hvenær sem er. Vísindamenn sem vinna að rannsóknum fara einmitt
þannig að: Þeir leita að þekkingaratriðum í heimildum t. d. með því að slá
upp í bókum — í stað þess að treysta á minnið. Hins vegar þurfa menn að
læra að nota hjálpargögn, m. a. bækur og tímarit, og kunna að viða að sér því
sem vitað er um þau atriði sem máli skipta í hvert sinn. En auðvitað verður
kennslan að fjalla um efnisatriði, ekki aðeins aðferðir. Vísindaleg aðferð
verður sennilega bezt kennd með dæmum af raunverulegum viðfangsefnum,
þar sem henni hefur verið beitt, og fyrst og fremst á hluti sem menn þekkja úr
umhverfi sínu og daglegu lífi.
Sígilt dæmi um vísindalegar rannsóknir eru tilraunir Galileis með fall
hluta og með pendúlhreyfingu og lögmálin sem hann fann að giltu um þessar
hreyfingar. Þessar tilraunir voru að vísu framkvæmdar með tækjum sem nú
væru kölluð frumstæð — en árangurinn ber að þakka hinni snjöllu hugsun
mannsins sjálfs, sem á bak við stóð.
Það þarf ekki alltaf dýr eða flókin tæki til að ná árangri í vísindalegri
rannsókn. Tæki þeirra Maríu og Pierre Curie þegar þau unnu brot úr grammi
af geislavirku efni úr mörgum tonnum bikblendis þættu einnig fátækleg nú á
dögum og rannsóknarstofan var lélegur skúr. Um svipað leyti var lögð undir-
staða að vísindunum um yfirborðsspennu vökva með einföldum en hugvits-
samlegum tilraunum, sem ung þýzk stúlka, Agnes Bockles, gerði í eldhúsinu
heima hjá sér í Braunschweig.
156