Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 78
Tímarit Máls og menningar Það er algengt að útskrifaðir tæknimenn og vísindamenn viti nær ekkert um sögu vísindagreinar sinnar eða heimspekilega undirstöðu vísinda — slíkt nám verður oftast útundan, einkum í tækniskólum. Mönnum er þó gagnlegt og nauðsynlegt að kunna einhver skil á viðfangs- efnum ýmislegra vísinda, helzt allra vísindagreina, og vita hver áhrif þeirra eru og hafa verið, til að hreyta umhverfi manna og daglegu lífi. En auðvitað verða menn ekki alfræðingar í vísindum með þessu móti. Sá tími er löngu liðinn, að menn geti verið jafnvígir á allar vísindagreinar tæknilegar og húmaniskar. Kennsla í náttúruvísindum, sérstaklega í byrjun náms í háskóla þarf að fjalla um rökfræðilega og heimspekilega undirstöðu vísinda almennt, þ. e. a. s. vísindalega aðferð, heimspeki og sögu náttúruvísinda. Þetta ætti fyrst og fremst að vera verkefni hinna svonefndu forspj allsvísinda. Leggja ætti áherzlu á grundvallaratriði eða undirstöðuatriði í hverri grein, skilning og kunnáttu í að beita vísindalegri aðferð. Ekki ætti að skylda nem- endur til að læra utanað mikinn fjölda staðreynda, sem unnt er að fletta upp í bókum hvenær sem er. Vísindamenn sem vinna að rannsóknum fara einmitt þannig að: Þeir leita að þekkingaratriðum í heimildum t. d. með því að slá upp í bókum — í stað þess að treysta á minnið. Hins vegar þurfa menn að læra að nota hjálpargögn, m. a. bækur og tímarit, og kunna að viða að sér því sem vitað er um þau atriði sem máli skipta í hvert sinn. En auðvitað verður kennslan að fjalla um efnisatriði, ekki aðeins aðferðir. Vísindaleg aðferð verður sennilega bezt kennd með dæmum af raunverulegum viðfangsefnum, þar sem henni hefur verið beitt, og fyrst og fremst á hluti sem menn þekkja úr umhverfi sínu og daglegu lífi. Sígilt dæmi um vísindalegar rannsóknir eru tilraunir Galileis með fall hluta og með pendúlhreyfingu og lögmálin sem hann fann að giltu um þessar hreyfingar. Þessar tilraunir voru að vísu framkvæmdar með tækjum sem nú væru kölluð frumstæð — en árangurinn ber að þakka hinni snjöllu hugsun mannsins sjálfs, sem á bak við stóð. Það þarf ekki alltaf dýr eða flókin tæki til að ná árangri í vísindalegri rannsókn. Tæki þeirra Maríu og Pierre Curie þegar þau unnu brot úr grammi af geislavirku efni úr mörgum tonnum bikblendis þættu einnig fátækleg nú á dögum og rannsóknarstofan var lélegur skúr. Um svipað leyti var lögð undir- staða að vísindunum um yfirborðsspennu vökva með einföldum en hugvits- samlegum tilraunum, sem ung þýzk stúlka, Agnes Bockles, gerði í eldhúsinu heima hjá sér í Braunschweig. 156
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.