Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 79
Kennsla og nám i náttúruvísindum
Nú finnst manni, að ekki verði framar neitt uppgötvað, rannsakað eða
mælt án dýrra tækja og góðrar vinnuaðstöðu.
Náttúruvísindi og tækni verður í æ ríkari mæli undirstaða þess sem við
köllum þekkingu, og nokkur þekking á náttúrufræðum því nauðsynlegur
hluti af almennri menntun. Hér er auðvitað ekki átt við sérfræðinám heldur
kennslu undirstöðuatriða sem eru meira og minna sameiginleg öllum náttúru-
vísindum.
Sérfræðinám á að byggja á slíkri undirstöðu. Of mikil sérhæfing í námi og
sérstaklega sérhæfing of snemma er skaðleg, vegna þess að hún verður á kostn-
að almennrar menntunar. Sá sem stundar sérfræðinám einbeitir sér á þröngt
svið — hann veit meira og meira um minna og minna eins og sagt er. Sér-
fræðingar þurfa langa þjálfun á sínu sviði en þeim hættir til að verða skiln-
ingslitlir á annað en sín eigin fræði.
Um sögu vísindanna verður ekki fjallað án þess að tala um tilraunir og
niðurstöður þeirra og áhrif vísindalegra uppgötvana á framleiðslu og þjóð-
félag — sem er reyndar sumt alkunnar staðreyndir t. d. áhrif af aukinni orku-
notkun í formi kola, olíu, rafmagns og kjarnorku eða þróun iðnaðar og sam-
göngutækja, lækning sjúkdóma o. s. frv. Vandamál eins og nægilegt fæði,
hús og klæði, eldsneyti, lyf, heilsugæzla, hreint loft, hreint vatn, upppeldi og
fræðsla — allt er þetta viðfangsefni vísinda og tækni.
Sem frekari dæmi mætti nefna uppgötvun benzínhreyfilsins eða rafalsins.
Notkun rafaflsins sem hreyfiorku var mikil framför. Rafaflið er unnt að flytja
víðs vegar — það getur verið til taks langt frá framleiðslustað. Notkun raf-
magns í stað gufuafls fylgir líka hreint umhverfi. Þróun í notkun málma er
einnig athyglisverð — léttmálmar koma æ meir í stað járns og stáls — og
svo loks plastefnin.
Kennsla og nám í vísindum er sköpunarstarf líkt og rannsóknarstarfið.
Sköpunargáfa er verðmæt — og margir ungir menn eiga þá gáfu í ríkum
mæli — en vandséð er hvernig hún verði fundin, prófuð eða hagnýtt. Kennsla
í náttúruvísindum er einmitt að nokkru leyti fólgin í verklegri æfingu eða
þjálfun í vinnuaðferðum þar sem menn læra að beita vísindalegri aðferð.
Gallinn á verklegri kennslu eins og hún er yfirleitt framkvæmd, er m. a. sá
að stúdentar eru látnir endurtaka tilraunir sem áður hafa verið gerðar og
reyna að fá rétt svör. Athygli og hugsun nemandans beinist á þann hátt ekki
að frumlegri, eiginlegri rannsókn — tilraunirnar hvetja ekki nægilega til að
draga sjálfstæðar ályktanir af eigin athugun. Það má kannski orða það svo,
að verklegu æfingarnar séu ekki lifandi tilraunastarf.
157