Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 89
Umsagnir nm bækur Enginn er cyland Sjötugur að aldri hefur Kristinn Andrésson loks gefið sér tóm til að líta um öxl yfir viðburðarmikla ævi og skrifa bók um þann hluta lífshlaups síns — og raunar ís- lenzkrar menningar — sem hann kennir við „rauða penna".1 Þeir ritdómar sem ég hef lesið um bókina hafa ýmist verið skrifaðir af því furðulega fúllyndi, sem einkennir marga íslenzka gagnrýnendur, eða þeir hafa ausið skömmum yfir höf- undinn, skömmum, sem væri forvitnilegt rannsóknarefni skólasálfræðingum. Því fer fjarri, að ég ætli mér þá dul að veitast að þessum heilögu kúm íslenzks menningar- lífs, og eru þær hér með úr sögunni. En hvers eðlis er Enginn er eyland? Hvers konar bók er þetta? Kristinn Andrés- son er sannarlega ekki hrokafullur maður. Hann kallar sig „eitt af laufblöðum minn- ar kynslóðar“, sem haustvindarnir feykja þegar hinn gamli græni skógur stendur nakinn. Og satt er það: lauffallið er geng- ið í garð og fyrir þá sök getur sagnfræð- in hafið starf sitt og litið skóginn í hinni bleiku haustlegu birtu fjarlægðarinnar. Og því get ég ekki fallizt á þá staðhæf- ingu Kristins, er hann gerir grein fyrir gerð verksins: „Ég sit hér ekki á stóli 1 Kristinn E. Andrésson: Enginn er ey- land. Tímar ranSra penna. Mál og menn- ing 1971. 350 bls. sagnfræðings. Ætlun mín er ekki að rita sögu þeirra ára sem hér verður fjallað um. Frásögn mín takmarkast við að bregða upp mynd, einni af mörgum, endurvekja áhrif hennar, rekja saman í heild einstaka drætti hennar og eins að greiða þá sundur. Mig langar til að geta leitt mönnum fyrir sjónir eða látið menn finna hver var kjarninn eða inntakið í baráttu þessa tíma eins og hún var háð og skilin af þeim er nefnast rauðir pennar, og þá einskorða ég mig ekki við ársritið með því nafni né rauða penna hér heima, heldur reyni jafn- framt að bregða ljósi á hhðstæða baráttu erlendis, eins og ég tel nauðsynlegt til að fylla upp myndina.“ En nú er mér spurn: er ekki viðfangs- efni bókarinnar, svo túlkað, í rauninni hugarmið og draumur allrar heiðarlegrar sagnfræði? Að geta brugðið upp heildar- mynd af því efni, sem rannsakað er, í sama mund og raktir eru hinir einstöku drættir myndarinnar — þetta er hið háa mark allrar sagnfræði, og skiptir í því efni engu máli, hvaða kjörsvið mannlífs í sögunni er valið. Hér er því aðeins um það að ræða, hvernig Kristni Andréssyni hefur tekizt að greiða úr bandflækju þessa afmarkaða sviðs og gefa okkur kost á að horfa á mynstur sögunnar. Af orðum Kristins Andréssonar, sem vitnað var í hér að framan, er ljóst, að hann markar svið bókarinnar skýrt og af- 167
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.