Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 94
Tímarit Máls og menningar legs veruleika, sem einnig birtíst í hinum hlutverulega heimi. Samhengið milli vit- undar og veruleika, svo og milii hinna mis- munandi hliða sjálfsverunnar, var honum því engin ráðgáta lengur, þar sem þetta allt var af sameiginlegri frumrót sprottíð. Samkvæmt þessum breyttu forsendum hlaut hann svo að líta öðrum augum á ýmis at- riði í heimspeki Kants, þ. á m. mótsagnir hinnar hreinu skynsemi, en Kant hafði sjálfur gert. Þorsteinn segir „höfuðkenningu Hegels" hafa verið þá, „að þráttarlögmálið um af- stöðu, andstöðu og niðurstöðu væri lögmál mannlegrar hugsunar" (bls. 49). Aðra að mikilvægi telur hann þá kenningu, „að skynsemin og veruleikinn væru eitt“ (bls. 50). Hér eru höfðu endaskiptí á hlutunum. „Þráttarlögmálið" (þrátt er reyndar mjög óskemmtilegt nýyrði og engin ástæða til að taka það í stað orðsins díalektík, sem orðið er fast í íslenzku máli) er ekki fyrst og fremst lögmál mannlegrar hugsunar, heldur „heimsandans", og þýðing þess fyrir hugsunina er aðeins skiljanleg í ljósi þeirra hugmynda, sem Hegel gerði sér um hann. Samsemd skynsemi og veruleika er frum- atriðið í heimspeki Hegels, en hann leggur í hana mjög sérstakan skilning, sem ekki er hægt að slíta úr tengslum við mótsagna- lögmálið. Samsemdin er ekki einföld og gefin staðreynd, heldur þróunarferli: heims- andinn finnur sér í fyrstu ófullkomin birt- ingarform, en „neitar" þeim síðan og skap- ar á grundvelli þeirra önnur fullkomnari. Á þessu byggist þróunin allt frá ólífrænni náttúru tíl hins altæka (absolut) anda, en til þess síðarnefnda teljast list, trú og heimspeki — heimspekin er kóróna sköp- unarverksins. Mótsagnalögmálið byggist á misræminu milli andans og birtíngarforma hans, og er úr sögunni, þegar það mis- ræmi hverfur. Því fer þannig mjög fjarri, að Hegel aðhyllist það sem Þorsteinn telur eina helztu trúarsetningu frumspekinnar: að til sé einhver einföld skilgreining á „eðli veruleikans" — „andinn“ í skilningi Hegels verður ekki afgreiddur með neinni einfaldri skilgreiningu, heldur er öll heim- speki hans skilgreining á honum, eða nán- ar tíl tekið útlistun á því, hvernig andinn skilgreinir sig sjálfur á hinum mismunandi þróunarstígum. Vissulega var heimspeki Hegels í megin- atriðum frumspekileg hughyggja, og er því létt verk og löðurmannlegt að tíunda þau atriði hennar, sem nútímamönnum hljóta að virðast fáránleg. En um leið gerði día- lektíkin honum kleift að teygja svo úr þess- um ramma, að innan hans rúmaðist meira sögulegt og þjóðfélagslegt innihald en dæmi voru tíl áður. Rannsókn hans á hinu uppvaxandi borgaralega þjóðfélagi og stöðu þess í veraldarsögunni tók fram öllu því sem fyrirrennarar hans eða samtíðarmenn höfðu lagt af mörkum. Marx skilgreindi síðar (í Parísarhandritunum) kenningu Hegels um sköpunar- og sjálfsköpunarferli andans sem frumspekilega tjáningu vinnu- ferlisins, „firrta“ eftírmynd þess, hvemig maðurinn skapar sinn eigin heim og sjálfan sig um leið. Þótt Þorsteinn sýni Hegel ekki mikla sanngirni, kastar fyrst tólfunum, þegar hann fer að kljást við Marx. Á honum lætur hann dynja hverja svívirðinguna af annarri, en flestar svo lítt grundvallaðar að erfitt er að festa hendur á þeim tíl and- svara. Þannig segir hann t. d. að boðskap- ur Marx komi mjög fram „í gervi spá- sagna um fyrirheitna landið" (bls. 55). Nú ætti það að vera kunnara en frá þyrfti að segja um Marx, hve tregur hann var til slíkra spásagna. Gagnstætt hinum útópísku sósíalistum, sem lögðu megináherzlu á að útmála í smáatriðum fyrirmyndarskipulag framtiðarinnar, reyndi Marx frekar að skilgreina þau spor í átt til betra og frjáls- 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.