Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 105
Samtal Náttúrunnar og íslendings stöðu, að þú sért hinn duldi óvinur mannkynsins, allra dýranna og allra verka þinna, því ýmist freistar þú okkar, eða þú hótar okkur, ýmist ræðstu að okkur, eða þú stingur okkur, ýmist strýkir þú okkur, eða þú rífur okkur í þig, stöðugt þjakar þú okkur og ofsækir. Af eðli og ávana ertu uppæta eigin ættar, barna þinna, holds þíns og blóðs. Ég er því sviptur allri von: ég hef skilið, að þótt mennirnir hætti að ofsækja eða traðka á þeim, sem flýja þá í leit að griðastað, þá munir þú aldrei láta af ofríki þínu fyrr en þú hefur lagt þá að velli. Ég sé þegar hina bitru og döpru daga ellinnar nálgast: hið illa í sinni klárustu mynd, eða öllu heldur samsafn hinna þung- bærustu þjáninga og þrauta. Þetta gerist ekki fyrir tilviljun, allt er þetta örlögum bundið af þér fyrir allar lifandi verur. Allt þetta er hverjum okkar ljóst þegar í bernsku og hann byrjar strax eftir fimmta blómaárið að búa sig undir stöðuga hrörnun og þjáningu, án þess að hafa unnið til nokkurrar sakar. Þannig er tæpur þriðjungur æviskeiðs mannanna ætlaður til blómstr- unar, augnablik ætluð til þroska og fullkomnunar, allt hitt er hrörnun og það höl, sem henni fylgir. Náttúran. En hélztu að heimurinn væri gerður fyrir ykkar sök? Nú ættir þú að vita, að í verkum mínum, reglum mínum og gerðum, þá hefur með örfáum undantekningum allt annað ráðið en hugsunin um hamingju mann- anna, eða óhamingju þeirra. Þegar ég særi ykkur á einn eða annan hátt, þá er það sjaldnast af ásettu ráði. Venjulega er mér það ekki Ijóst, þegar ég baka ykkur sorg eða gleði; ég hef ekki gert alla þessa hluti, eins og þið haldið, til þess að særa ykkur eða veita ykkur ánægju. Og að lokum, ef ég ætti eftir að eyða allri tegund ykkar af jörðinni, þá væri það óviljaverk. /slendingur. Segjum sem svo, að einhver byði mér af frjálsum vilja í hús sitt og legði mikla áherzlu á boðið. Ég mundi hins vegar þiggja það fyrir kurteisissakir. í húsinu væri mér boðið í sprunginn og hrörlegan klefa, sem væri að falli kominn, þar sem ég lifði í stöðugri hættu á að verða kraminn undir rústum, þar sem rakinn, óþefurinn, gusturinn og regnið léki um allar gáttir. Hugsum okkur að þessi gestgjafi gerði ekki hina minnstu tilraun til að stytta mér stundir, eða veita mér nokkur þægindi, þvert á móti mundi hann varla sjá mér fyrir nauðþurftum, og að auki mundi hann láta börn sín og annað skyldulið ráðast að mér, hæða mig, ógna mér og traðka á mér. Þegar ég kvartaði undan illri meðferð, mundi hann segja: „Held- urðu kannski að ég hafi byggt þetta hús fyrir þig? Á ég að sjá fyrir börnum og fjölskyldu til þess að þau geti þjónað þér? Ég hef um annað að hugsa en að sjá þér fyrir þægindum eða stytta þér stundir.“ Þessu mundi ég svara: 183
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.