Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 106
Tímarit Máls og menningar „Vinur minn, einmitt vegna þess að þú byggðir ekki þetta hús til minna afnota, þá var það í þínu valdi að bjóða mér ekki inn. En þar sem það var þín sjálfkvæma ósk að ég dveldist hér, var það þá ekki í þínum verka- hring að sjá svo um, að svo miklu leyti sem þér var kleift, að ég lifði hér án stórrar hættu og þjáninga?“ Þetta segi ég enn. Ég veit, að þú hefur ekki skapað heiminn í þjónustu mannsins. Mér væri nær að halda, að þú hafir gert hann í þeim tilgangi að kvelja hann. Ég spyr: hef ég kannski beðið þig að koma mér í þennan heim? Eða ruddist ég inn í hann gegn vilja þínum? Ef það varst þú, sem settir mig í þennan heim með herum ásetningi og eigin höndum, þannig að mér var um megn að neita eða veita viðnám, er það þá ekki þitt hlutverk, þó ekki væri að veita hamingju og ánægju í þessu ríki þínu, þá að minnsta kosti að hindra að ég sé kvalinn og píndur, og sjá til þess að vist mín valdi mér ekki stórtjóni? Þetta hef ég fram að færa, ég tala fyrir allt mannkyn, ég tala fyrir hin dýrin og alla lifandi skepnu. Náttúran. Það er augljóst, að þú hefur ekki gert þér ljóst, að lífið í þess- um heimi er eilíft hringferli framleiðslu og tortímingar. Þessir þættir eru sam- tvinnaðir þannig, að hvor styður annan, og háðir eru forsenda tilvistar heims- ins. Því ef annar þeirra hyrfi, mundi heimurinn sundrast. Því er það, að væri einhver hlutur frjáls undan þjáningunni í þessum heimi, þá yrði það heim- inum til skaða. 1slendingur. Mér hefur verið sagt, að allir heimspekingar hugsi þannig. En þar sem það, er eyðist, líður kvöl, það sem eyðir nýtur ekki ánægju, og er sjálfu eytt innan tíðar, segðu mér þá það, sem enginn heimspekingur getur sagt mér: Hverjum til ánægju og hverjum til gagns er þetta óhamingju- samasta líf í alheimi, sem er viðhaldið með sársauka og dauða allra hluta, er öðlast það? Á meðan þau áttu í þessum orðræðum og öðrum álíka segir sagan að tvö Ijón hafi birzt og þau voru svo þvengmjó og aðframkomin af hungri að þau höfðu varla mátt til að rífa íslendinginn í sig, en það var einmitt það, sem þau gerðu, og urðu sér þar með úti um svolitla endurnæringu, er nægði þeim fram á næsta dag. Þó eru þeir til, sem neita þessari sögu; þeir segja að á meðan íslendingur- inn talaði hafi skyndilega skollið á ofsarok, sem felldi hann til jarðar og hlóð upp yfir hann hinu stórkostlegasta grafhýsi úr sandi. Þar undir þomaði hann fullkomlega upp og varð að fegurstu múmíu. Síðar fundu hann ferða- menn og gáfu hann á minjasafn í einhverri, mér ókunnugri, stórhorg Evrópu. Ólafur Gíslason íslenzkaSi. 184
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.