Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 106
Tímarit Máls og menningar
„Vinur minn, einmitt vegna þess að þú byggðir ekki þetta hús til minna
afnota, þá var það í þínu valdi að bjóða mér ekki inn. En þar sem það
var þín sjálfkvæma ósk að ég dveldist hér, var það þá ekki í þínum verka-
hring að sjá svo um, að svo miklu leyti sem þér var kleift, að ég lifði hér
án stórrar hættu og þjáninga?“ Þetta segi ég enn. Ég veit, að þú hefur ekki
skapað heiminn í þjónustu mannsins. Mér væri nær að halda, að þú hafir
gert hann í þeim tilgangi að kvelja hann. Ég spyr: hef ég kannski beðið
þig að koma mér í þennan heim? Eða ruddist ég inn í hann gegn vilja
þínum? Ef það varst þú, sem settir mig í þennan heim með herum ásetningi
og eigin höndum, þannig að mér var um megn að neita eða veita viðnám,
er það þá ekki þitt hlutverk, þó ekki væri að veita hamingju og ánægju í
þessu ríki þínu, þá að minnsta kosti að hindra að ég sé kvalinn og píndur,
og sjá til þess að vist mín valdi mér ekki stórtjóni? Þetta hef ég fram að
færa, ég tala fyrir allt mannkyn, ég tala fyrir hin dýrin og alla lifandi skepnu.
Náttúran. Það er augljóst, að þú hefur ekki gert þér ljóst, að lífið í þess-
um heimi er eilíft hringferli framleiðslu og tortímingar. Þessir þættir eru sam-
tvinnaðir þannig, að hvor styður annan, og háðir eru forsenda tilvistar heims-
ins. Því ef annar þeirra hyrfi, mundi heimurinn sundrast. Því er það, að væri
einhver hlutur frjáls undan þjáningunni í þessum heimi, þá yrði það heim-
inum til skaða.
1slendingur. Mér hefur verið sagt, að allir heimspekingar hugsi þannig.
En þar sem það, er eyðist, líður kvöl, það sem eyðir nýtur ekki ánægju, og
er sjálfu eytt innan tíðar, segðu mér þá það, sem enginn heimspekingur
getur sagt mér: Hverjum til ánægju og hverjum til gagns er þetta óhamingju-
samasta líf í alheimi, sem er viðhaldið með sársauka og dauða allra hluta,
er öðlast það?
Á meðan þau áttu í þessum orðræðum og öðrum álíka segir sagan að tvö
Ijón hafi birzt og þau voru svo þvengmjó og aðframkomin af hungri að
þau höfðu varla mátt til að rífa íslendinginn í sig, en það var einmitt það,
sem þau gerðu, og urðu sér þar með úti um svolitla endurnæringu, er nægði
þeim fram á næsta dag.
Þó eru þeir til, sem neita þessari sögu; þeir segja að á meðan íslendingur-
inn talaði hafi skyndilega skollið á ofsarok, sem felldi hann til jarðar og
hlóð upp yfir hann hinu stórkostlegasta grafhýsi úr sandi. Þar undir þomaði
hann fullkomlega upp og varð að fegurstu múmíu. Síðar fundu hann ferða-
menn og gáfu hann á minjasafn í einhverri, mér ókunnugri, stórhorg Evrópu.
Ólafur Gíslason íslenzkaSi.
184