Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 5
Sigurður A. Magtiússon Þrítug þjóðvilla Við bandaríska sendiráðið 7. maí 1981 „Isalands óhamingju verður allt að vopni“ orti einn af eftirlætissonum þjóðar- innar af ærnu tilefni við fráfall góðs vinar og þótti skilorður fyrir hálfri annarri öld. Fámenn fylking íslenskra endurreisnarmanna hafði orðið að sjá á bak sínum mesta eldhuga langt fyrir aldur fram. En hvað skyldi Bjarni Thorarensen hafa látið sér um munn fara, hefði hann lifað þau ótíðindi sem við minnumst í dag, þegar þjóðin lét frumburðarrétt sinn og sjálfsforræði fyrir væna flotskildi og fögur krof, gull og aðrar gersemar? Ætli hann hefði ekki rifjað upp þau sannindi þjóðsagna, að þeir sem ekki stóðust ginningar flotsins og krofanna og álfa- gullsins misstu hvorttveggja, matinn og vitið, æru og auð, urðu uppfrá því auðnulausir afglapar? Mér þykir það ekki ósennilegt. Við erum hér saman komin til að minnast einhvers örlagaríkasta atburðar í sögu þjóðarinnar sem meðal annars fól í sér lúalegustu svik sem um getur á spjöldum sömu sögu, þegar erlendum herafla var hleypt inní landið að nýju þvert ofaní marggefin loforð stjórnvalda um að hér skyldi aldrei vera her á friðartímum. Þau svik voru þeim mun svívirðilegri sem þau voru framin að Alþingi íslendinga fornspurðu og þarmeð þverbrotið það ákvæði stjórnar- skrárinnar sem kveður á um að ekki megi láta af hendi íslenskt landsvæði nema með formlegu samþykki Alþingis. Þáverandi ríkisstjórn þótti hlýða að bíða með að leggja málið fyrir Alþingi þangaðtil hálfu ári eftir landtöku hersins, sem var skýlaust stjórnarskrárbrot, og stóðu þó að þessu óhappaverki löglærðustu menn landsins. Hér var að sönnu einungis um að ræða formsatriði, því vitað var að meiri- hluti þingmanna hafði látið beygja sig til hlýðni við kröfur Bandaríkjastjórnar, en hirðuleysið um lögformlega meðferð málsins var illur fyrirboði um undir- lægjuhátt og siðgæðisskort sem íslenskir ráðamenn hafa æ síðan leitt í ljós í samskiptum sínum við hið vesturheimska tröllveldi, enda áttu flestar hrakspár ýmissa bestu sona þjóðarinnar eftir að rætast. A þessum dapra minningadegi er ekki úr vegi að vitna í ummæli þriggja mjög ólíkra manna og bera þau saman við það sem gerst hefur á liðnum aldarþriðjungi. Vorið 1946 sagði Sigurbjörn Einarsson á útifundi i Reykjavík meðal annars þetta: 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.