Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 6
Tímarit Alá/s og menningar Eg veit ekki, hverju okkur kann að verða heitið gegn því að ljá erlendu stórveldi fangstaðar á landi okkar. En ég veit, hvað við missum, ef við gerum það. Við missum traust og virðingu allra þjóða, fyrst þeirrar manndómsþjóðar, sem æskir ítaka i landi okkar, og síðan allra annarra. Við missum allt tilkall til þess, að fyrrverandi sambandsþjóð okkar og önnur Norðurlönd líti á okkur öðruvísi en sem pólitíska skrælingja. Við missum sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Við missum, slítum úr okkur þann hjartastreng, sem tengir okkur þrautum og sigrum, sárum og sælu, draumum og dáðum horfinna íslenzkra manna. Við missum Einar Þveræing, Arna Oddsson tárvotan í Kópavogi, missum Jón Sigurðsson, þvi að við höfum svikið þá alla. Við missum ilminn af gróanda 19. og 20. aldar. Við missum 17. júni 1944, því við umhverfum þvi, sem þá gerðist, i skrum og skrípaleik. Við missum nú þegar yfirleitt allt, sem verðmætast er og með öllu óbætanlegt, en ávinnum í mesta lagi í staðinn það eitt, sem mölur og ryð eyðir og þjófar stela. Hverju við kynnum að ræna óborna íslendinga, vitum við ekki. En það þarf ekki að minna okkur á, hver kostnaður hlauzt af þeim fríðindum, sem keypt voru fyrir réttindaafsal árið 1262. Sjálfan sig selur enginn nema með tapi, hvað sem líður hagfræði þessara gróðatíma. Gömlu mennirnir kölluðu það að verzla við fjandann að meta æru sína til peninga og leggja framtíð sina i ævarandi veð fyrir stundarávinningi, hvort sem það var gert af ótta eða ágirnd. Og þeir höfðu þá trú, að siík viðskipti horfðu til lítils ábata. Tæpu hálfu ári áður hafði Gunnar Thoroddsen haldið fullveldisræðu af svölum Alþingishússins á vegum stúdenta 1. desember 1945 og þá meðal annars komist svo að orði: Þótt það veldi, er verndina tekst á hendur, sé vinveitt oss og heiti því að forðast ihlutun um stjórn landsins, liggja i leyni margvíslegar hættur fyrir sjálfsforræði, þjóðerni, tungu, siðferðisþrek, hugsunarhátt, álit þjóðarinnar út á við. Her- svæðin og þeir útlendu herflokkar, er hefðu gæzlu stöðvanna á hendi, yrðu auðvitað utan við landslög og rétt vor Islendinga. Islenzk yfirvöld gætu þar engum vörnum við komið, íslenzkir dómstólar ekki dæmt mál þessara manna, islenzkir borgarar, er teldu á hlut sinn gengið, ekki náð rétti sínum nema eftir milliríkja leiðum. Islendingar gætu ekki farið frjálsir ferða sinna á þessum slóðum, þeir þyrftu leyfi útlendinga til umferðar um sitt eigið land. Þegar hagsmunir verndarans og vilji íslands rækjust á, eru allar líkur til að herveldið réði, en vilji Islendinga yrði að víkja. Þjóðerni vort yrði i hættu, tungan fyrir erlendum áhrifum frekar en hollt mætti teljast. Siðferðið í valtara lagi eins og jafnan, þar sem erlendir stríðsmenn eiga stundardvöl. Ófyrirsjáanleg eru þau áhrif, sem sjálfstæðisvitund, sjálfstæðiskennd Jjjóðarinnar yrði fyrir. Vitund þjóðar um, að hún ráði sjálf og ein landi sínu og málum öllum, blæs henni í brjóst sjálfsvirðingu, áræði, framfarahug, örvar hana til stórra átaka. Meðvitund 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.