Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 7
Þrítug þjððvilla þjóðar um að hún ráði eigi sjálf allri ættjörð sinni, sé háð að einhverju leyti valdboði annarra, verkar sem deyfilyf á þessar fornu og nýju dyggðir. Áhrifin út á við yrðu ekki eftirsóknarverð. Erlend ríki munu tæplega telja það land fullvalda nema að nafni til, sem lyti á friðartímum herstjórn annars ríkis með erlenda herstöð í sjálfri höfuðborg sinni. Utanríkisstefna vor hlyti að verða háð vilja verndarans . . . Þriðji maðurinn sem mig langar til að vitna í er Halldór Laxness, sem hélt ræðu á Þingvallafundi í júní 1952, rúmu ári eftir komu bandaríska setuliðsins, og sagði þá meðal annars: Þetta er semsé staða Islands í heiminum í svip; fullveldi lands vors er ekki í höndum vor sjálfra; friðarsinnað siðferðisvald mentaðrar smáþjóðar, þeirrar sem vér erum, hefur verið troðið undir fótum; vér höfum verið seldir í hendur útlendum dátum sem eiga eingin sameiginleg áhugamál né umræðuefni með oss, og eru jafnfjarri því að skilja okkur einsog við þá. Einhverjir öfugmælasmiðir sem telja sig ábyrgðarmenn þessarar hertöku, hafa tekið upp hjá sér að kalla þennan útlenda her „varnarlið Islands"; og með því hér hefur einginn orðið var við né heyrt getið um neina árás, sem varnarlið þurfi á mód, þá virðist þessi nafngift hins útlenda hers því aðeins halda einhverja merkingu, að með þessu „varnarliði" sé átt við lið sem eigi að verja landið fyrir íslendíngum, varna því að íslendíngar séu sjálfráðir í landi sínu og þjóðarheimili. En ég vil leggja áherslu á það, að hernám saklausrar þjóðar hefur á öllum tímum alstaðar í heiminum verið á móti guðs og manna lögum, enda á mód náttúrunnar lögum, og er jafn lítillækkandi og gersamlega óþolandi fyrir íslensku þjóðina, þó innlendir stjórnmálamenn hafi sjálfir geingið fyrir útlenda ríkishöfðíngja og beðið þá um að láta hertaka land sitt — einsog íslenskir stjórnmálamenn segjast hafa gert í þessu falli. Þetta voru ummæli þriggja áhrifamanna fyrir hálfum mannsaldri og verður því naumast neitað að sannspáir voru þeir. Einn þeirra gekk að vísu fljótlega af sannfæringu sinni og hlaut að launum völd og vegtyllur, og má segja að hann hafi orðið nokkurskonar persónugervingur þeirra landa sinna, alltof fjölmennra, sem kostað hafa kapps um að gleyma þúsund ára harðræði í landinu og þrotlausri baráttu vöskustu sona þjóðarinnar fyrir sjálfsforræði, til að láta setja hring í nasir sér og teyma sig á stall hjá hinum fóðurríka frænda í vestri. Eg skal ekki fjölyrða um þær skelfingar sem búnar eru meirihluta þjóðarinnar af herstöðinni í Miðnesheiði í kjarnorkuátökum tröllveldanna. Um þær vita núorðið allir, líka þeir sem hafa á hraðbergi glósur um „varnir Islands", enda hef ég heyrt þá suma lýsa yfir af þónokkurri kokhreysti að þeir kjósi heldur að deyja fyrir vini sína en kremjast milli tröllanna þegar þeim lýstur saman. Sá talsmáti 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.